Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 213
206
Georg Brandes.
[Skírnír
verja og réttu ura leið hlut Dana. En óíriðurinn 1870—71
staðfesti fyrst fullkomlega það, sem gerzt hafði 1864, og
þá sá danska þjóðin um hríð enga bláa vök á himni. í
Danmörku, svo sem víða annarsstaðar, var trúleysi, léttúð
og lauslæti Frakka kennt um ófarirnar. Þar að auki vakti
hin ægilega bylting (»kommunen«), sem gerðist í París
meðan á ófriðnum stóð, hinn mesta óróa og kvíða um alla
álfuna. Yfirstéttirnar stóðu á öndinni og gripu nú dauða-
haldi í sín gömlu átrúnaðargoð, kirkju og hervald. Þar á
ofan bættist í Danmörku, að sama haustið sem Brandes
hóf kenningu sína, gerði jafnaðarmannahreyfing vart við
sig í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn og vakti hina mestu
skelfing meðal borgaralýðsins. Það var því tæpast von, að
Brandes hefði hagstæðan byr í upphafi. Ótti og örvænting
drottnuðu í landinu. Danir hötuðu Þjóðverja, en stóð stugg-
ur af Frökkum. Og nú kom þessi ungi maður og krafðist
þess, að útlendum loftstraumum væru opnaðar allar dyr
og allir gluggar. Það fór hrollur um hinar drottnandi stéttir,
sem töldu hollast að byrgja sig nú sem bezt inni, en þó
einkum að byrgja eyru æskulýðsins fyrir svo háskalegum
kenningum, ef þess væri nokkur kostur.
En þar að auki kom margt annað til greina. Það er
mál manna, að í engu landi Evrópu muni um þessar mundir
blindur og hrokafullur rétttrúnaður hafa verið svo almátt-
ugur sem í Danmörku. Flestir rithöfundar landsins á 19. öld
höfðu í raun og veru verið prestar, þótt fæstir þeirra væru
vígðir. Sumir hinir áhrifamestu voru strangtrúaðir, eins og
Grundtvig, Paludan-Múller og Sören Kierkegaard. Aðrir
höfðu komizt að einhverskonar heimspekilegu samkomu-
lagi við lútherskuna, eins og Heiberg, Hauch og Rasmus
Nielsen. Og þó að sumir danskir rithöfundar, eins og Örsted,
Sibbern og Goldschmidt, muni ekki hafa getað skrifað undir
Augsborgarjátninguna, þá voru þeir samt trúhneigðir mjög
og gengu ekki í berhögg við kirkjulærdómana. Bröchner
hafði að vísu haft mikil áhrif á lærisveina sína, en þeir
voru fáir, og »almenningur vissi ekki, að hann var til«,
svo sem Brandes kemst að orði. Brandes átti aðeins einn