Skírnir - 01.01.1927, Side 214
Skirnir]
Georg Brandes.
207
fyrirrennara í dönskum bókmenntum, en það var Friðrik
Dreier, fluggáfaður maður, sem gefið hafði út nokkur hvass-
orð og vel samin smárit um þjóðfélagsmál — hann var
jafnaðarmaður — og trúarlærdóma kringum 1850. En hann
lézt 25 ára gamail 1853 og haíði vitanlega lítil sem engin
áhrif haft.
Það var því engin furða, þótt Brandesi yrði torsótt
inn í þetta ríki rétttrúnaðarins með þær kenningar, sem
altaf höfðu verið útlægar úr landinu og jafnvel óþekktar
þar með öllu. Þess verður og að minnast, að hann fór oft
óvarlega og kunni aldrei að lægja seglin, hvað sem á dundi.
Hann játar sjálfur, að sér hafi aldrei komið til hugar, að
hann mundi mæta svo stækri og heiftúðugri mótspyrnu,
sem raun varð á. En hann skynjaði til fulls þegar um nýjár
1872, að öll framtíð hans í landinu var í veði. Hann hafði
ætlað sér að gefa ekki út fyrirlestra sína fyr en hann hefði
endurbætt þá til muna, en nú var hann svo hrópaður og
svívirtur um allt landið, að hann sá ekki annað ráð
vænna en að gefa þá út þegar í stað til þess að gera
lýðum Ijóst, að hann hefði ekki flutt svo háskalegar kenn-
ingar, sem orð var á gert. En það kom fyrir ekki. »Emi-
grantlitteraturen« kom út í febrúarmánuði 1872 og þá færðust
ofsóknirnar fyrst í algleyming. Flest blöðin fluttu svæsnar
árásir á ritið og voru þær venjulega ritaðar af ótrúlegri
vanstillingu, fáfræði og óbilgirni. Brandesi var brigzlað um
guðleysi, siðleysi, ritþjófnað, fullkomið ræktarleysi við þjóð-
erni og þjóðlegar minningar o. s. frv. Og honum var varn-
að máls, ef hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér í
blöðunum. Hann hafði þá árum saman ritað í höfuðblað
Dana, Dagbladet, sem Bille var ritstjóri að. Hann var þá
mest virður allra danskra blaðamanna, og hafði jafnan talið
Brandes einn sinn bezta samverkamann. En er Brandes
sendi honum varnargrein gegn árásum þeim, sem hann
hafði orðið fyrir, þá þverneitaði Bille að flytja hana. Brandes
beiddi hann þá að prenta greinina sem auglýsingu og það
gerði BiIIe! Eftir það var Brandes í raun og veru útlægur
úr dönskum blöðum árum saman. Danskir ritstjórar höfðu