Skírnir - 01.01.1927, Side 216
Skírnir]
Georg Brandes.
209
um 20 ár, blátt áfram vegna þess, að hægrimannastjórn-
irnar áttu ekki völ á neinum manni, sem boðlegur þætti í
það. Loks hlaut Júlíus Paludan hnossið. Hann var að vísu
lærður maður um sumt, en svo ófrjór og andlaus, að
ekki þurfti að bera kvíðboga fyrir að æskulýðurinn spilltist
í höndum hans.
Allar þessar ofsóknir urðu að vísu árangurslausar að
því leyti, að Brandes gugnaði ekki. Hann var úr þeim
málmi steyptur, að hann harðnaði við hverja raun. En um
þessar mundir verður breyting á geðsmunum hans. Þá er
hann hóf baráttu sína virðist hann enn þá hafa verið lítill
veraldarmaður og jafnvel bernskur um suma hluti, þrátt
fyrir mikinn lærdóm. Hann var í rauninni bjartsýnn að
eðlisfari, — opinskár, einlægur og auðtrúa á sigur góðs
málefnis, svo sem títt er um unga hugsjónamenn. Því var
ekki að kynja, þótt hann yrði nokkuð hörundsár í fyrstu
er moldviðri rógburðar og ofsókna skall allt i einu yfir
hann úr heiðskíru lofti. Árásir blaðanna og fjandskapur
valdhafanna hefir þó ef til vill ekki sviðið sárast. Hitt hefir
ef til vill verið þungbærara, að Brandes fékk á ýmsan hátt
að kenna á því, að fjandmönnum hans hafði tekizt að eitra
svo almenningsálitið gegn honum, að fjöldi manna leit á
hann sem kláðakind og óþrifagemling, sem þeir forðuðust
allt samneyti við. Hann segir t. d. frá því, að eitt sinn
mætti hann á götu ungri stúlku, sem hann þekkti, og ávarp-
aði hana, en hún beiddi hann í guðsbænum að tala ekki
við sig svo að aðrir sæju, því að það gæti orðið sér of
dýrt! Hinn nafnkunni enski rithöfundur Edm. Gosse dvaldi
um hríð í Kaupmannahöfn árið 1874. Hann var til heimilis
hjá einum helzta prestinum í bænum, dr. Fog, sem síðar
varð Sjálandsbiskup. Gosse var þá kominn í kynni við
Brandes og hafði oft heimsótt hann á heimili foreldra hans.
Brandes datt nú einu sinni í hug, að líta inn til hans, en
þá hittist svo á, að Gosse var ekki heima. Brandes skildi
þá eftir nafnspjald sitt og sagðist mundu koma aftur. En
er Gosse kom heim, var systir prests, sem var bústýra á
heimilinu, bersýnilega í mikilli geðshræringu. Hún tók Gosse
14