Skírnir - 01.01.1927, Síða 217
210
Georg Brandes.
[Skírnir
á eintal og sagði honum, að »þessi hræðilegi Brandes«
hefði komið. Hvað mundi bróðir hennar segja, ef hann kæm-
ist að því, að slíkur maður hefði leyft sér að koma á hans
heimili? Þeim kom saman um að leyna húsráðanda þess-
um hræðilega viðburði, og Gosse varð að segja Brandes,
að hann mætti ekki oftar koma inn fyrir þröskuldinn í
húsi dr. Fogs.
Árum saman varð Georg Brandes að þola þessar smá-
smuglegu og heimskulegu ofsóknir, bæði sem rithöfundur
og maður. Hann varð að mæta þeim við hvert fótmál í
daglegu lífi. Brandes var að vísu karlmenni að skaplyndi,
en hann var um leið ákaflega tilfinninganæmur og stál-
minnugur á allt, — en þó ekki sízt á mótgerðir. Um þessar
mundir festi hin beiska og ákafa mannfyrirlitning rætur í
huga hans, — mannfyrirlitningin, sem að lokum bar aðra
andlega krafta hans næstum því ofurliði og varð honum
að þyngslabyrði á efri árum, þegar svartsýni og vantrú á
allar mannlegar tilraunir skyggðu svo fyrir sjónum hans, að
hann sá ekkert annað en kolsvart myrkur fram undan. »Ég
varð að drepa í mér vonina eins og taug, sem veldur sárs-
auka«, segir hann í endurminningum sínum.
Þá er það loks var orðið fullvíst, að valdhafarnir voru
einráðnir í því, að bægja Brandes frá háskólaembættinu,
þoldi hann ekki lengur mátið í Danmörku og fór úr landL
Settist hann þá að í Berlin og dvaldi þar í 6 ár (1877—83).
7.
Það var þrennt, sem Brandes var einkum borið á
brýn og olli þessum tryllta fjandskap gegn honum. Hann
var talinn fjandmaður kristindómsins, byltingamaður í þjóð-
félagsmálum og kærulaus um danskt þjóðerni eða jafnvel
andvígur danskri þjóðernistilfinningu. Almenningsálitið fór
ekki villt um afstöðu hans til kristindómsins, en hinar
tvær ákærurnar voru svo fjarri öllum sanni sem mest
mátti verða.
Brandes leit á kristindóminn sem stórveldi myrkranna,
er öldum saman hefði þjáð mannlega skynsemi, kæft frjáls-