Skírnir - 01.01.1927, Side 219
212
Georg Brandes.
[Skírnir
öllum löndum, og treður kreddum sínum og skynsemis-
hatri inn í hugskot æskulýðsins. Meðan svo búið stendur
er kirkjan enn þá háskalegt stórveldi, viðsjálasti óvinurinn
á framsóknarbraut þjóðanna. Höfuðskilyrði fyrir því, að
nýir og betri tímar renni upp, er að kirkjan hverfi úr
sögunni.
Ég hygg að hér sé hvorki ofsagt né vansagt af skoðun-
um Brandesar á kirkju og kristindómi. Á fyrri árum sínum
réðst hann sjaldan beinlínis á kristindóminn, en andinn í
ritum hans sagði til sín. Hann titrar af glímuskjálfta og
vopnin leiftra í höndum hans, hvenær sem hann minnist á
þau málefni, er varða vísindi og trúarbrögð. En eftir því
sem aldur færðist yfir hann, varð hann æ berorðari og
harðorðari. Takmark þeirrar baráttu, sem frjálslyndir menn
hafa háð öldum saman gegn kirkjuvaldinu, hefir í raun og
veru verið það eitt, að tryggja mönnum rannsóknarfrelsi,
ritfrelsi og málfrelsi. í þeirri baráttu hefir kirkjan þegar
lotið í lægra haldi. En Brandes lét sér það ekki nægja. í
elli sinni gerði hann tilraun til þess að kippa öllum sögu-
legum grundvelli undan kristindómnum. Hann hafði aldrei
eytt orðum að því að afneita guðdómi Jesú frá Nazaret,
— en nú afneitaði hann mannlegri tilveru hans, reyndi
að sanna og þóttist sanna, að hann hefði aldrei verið til.
Hann var kominn yfir áttrætt, er hann gaf út bækling um
þetta efni, og ber sá bæklingur vitanlega ýmis ellimerki.
Honum var nú loks tekið að förlast um ritsnilld, hin skyggna
dómgreind hans var sljóvguð, en skapið var hið sama.
Bæklingurinn hafði engin önnur áhrif en að vekja enn á
ný beiskt hatur gegn höfundinum.
Brandes minnist þess á einum stað, að þegar í fornöld
hafi verið til Gyðingar, sem hafi tileinkað sér gríska menn-
ingu fullkomlega, en haldið skapsmunum þjóðar sinnar. Ég
býst við að hann hafi haft sjálfan sig í huga, er hann rit-
aði þessi orð, því að þau lýsa engum betur en sjálfum
honum. Hann hafði teygað úr fornum og nýjum mennta-
lindum Evrópu, hann var al-vestrænn um lífsskoðanir og
hugsunarhátt, — en geðsmunirnir voru úr ætt ísraels. Hann