Skírnir - 01.01.1927, Side 220
Skírnir]
Georg Brandes.
213
var sonur sömu þjóðar sem postularnir og var gæddur
sama eldmóði, sannleiksást og fórnfýsi sem þeir. Og hann
var einsýnn eins og þeir. Aldrei lítur hann á kristindóminn
með rólegri íhugun sögumannsins eða heimspekingsins. Ég
veit ekki til, að hann reyni nokkurs staðar í ritum sínum
að gera sér og öðrum grein fyrir, hverju það sætti, að
kristindómurinn sigraði heiðnina. Og hann virðist ganga
þess dulinn, að miðaldakirkjan hafi unnið nokkur afrek í
þjónustu menningarinnar. Hann hafði ungur gengið á hólm
við blindan og heyrnarlausan rétttrúnað í Danmörku. Síðan
var kirkjan í hans augum aðeins eitt: höfuðvígi fáfræði,
heimsku og hleypidóma!
8.
Svo sem fyr er sagt, gerðist það nokkurn veginn sam-
tímis, að Brandes kom fram á vigvöllinn og að jafnaðar-
mannahreyfing hófst í Kaupmannahöfn. Andstæðingar Brand-
esar sáu sér auðvitað leik á borði og brigzluðu honum um,
að hann væri í rauninni jafnaðarmaður, þó að hann hefði
ekki kjark til þess að kannast við það! Það má óhætt full-
yrða, að aldrei var jafn-fráleit ásökun borin á Brandes.
Hann var að vísu miklu vitrari maður en svo, að hann liti
á verkamannahreyfinguna sem glæp einn og vitfirring, eins
og yfirstéttirnar í Danmörku og raunar víðar í Evrópu
gerðu þá. En hitt er víst, að hann aðhylltist aldrei stefnu
jafnaðarmanna. Það er jafnvel vafamál, hvort nokkur hægri-
maður var vantrúaðri á rétt meirihlutans heldur en hann.
Um ekkert varð Brandes tiðræddara i hinuin fyrstu
fyrirlestrum heldur en um frelsi einstaklingsins og rétt
gagnvart ríki, kirkju og þjóðfélagi. Hann segist að vísu
hafa trúað á rétt meirihlutans einhvern tíma í árdaga, en
síðar snerist honum gersamlega hugur. Það varð smám-
saman bjargföst sannfæring hans, að einskis hjálpræðis
væri að vænta í framsóknarbaráttu þjóðanna nema frá ein-
stökum afburðamönnum, sem gnæfðu hátt yfir múginn og
knýðu hann áfram nauðugan, viljugan um grýttar brautir
til æðri menningar. Einstakir hugvitsmenn hefðu gert allar