Skírnir - 01.01.1927, Side 221
214
Georg Brandes.
[Skírnir
uppgötvanir, múgurinn vitanlega engar. Columbus fann
Ameríku, en ekki skipshöfn hans. Á öllum þeim tímabilum
sögunnar, er mannkynið hefir komizt nokkuð áleiðis, hafa
djúpvitrir og þrekmiklir leiðtogar haft forustuna, stórsýnir
ofurhugar, meiri og máttugri í eðli en aðrir menn. Þess
vegna er ekkert háskalegra, en að hindra heilbrigðan þroska
og kippa úr vexti einstaklingsins. En að því vinnur ríki,
kirkja og almenningsálitið ósleitulega. í þjóðfélögum nú-
tímans er í raun og veru allt gert til þess að afmá öll
persónuleg einkenni, kæfa sjálfstæða hugsun og lama vilja-
þrek einstaklingsins. En takmarkið ætti að vera hitt, að
hver einstaklingur geti þroskazt að lögum sins eigin eðlis
og neytt óhindraður krafta sinna og hæfileika.
Brandes trúði þvi vitanlega ekki, að allur meginþorri
manna gæti náð nokkrum verulegum andlegum þroska.
Fáir eru útvaldir, — og þess vegna er það eitt höfuðtak-
mark sannrar menningar að reisa skorður við því, að þessir
fáu troðist undir og verði að engu í ös og örtröð mann-
félagsins. En hvernig má það verða? Brandes er það auð-
vitað fullljóst, að það er auðveldara að benda á meinið
en ráða bætur á því. Stjórnleysingjar hafa svarið á reiðum
höndum, en það hefir fáum fullnægt og sízt Brandes. Hann
varð að láta sér nægja að gera það eitt, sem hann gat,
að boða sýknt og heilagt trúna á hina miklu menn, sem
væru hinir sönnu frelsarar mannkynsins, eldstólparnir á
öræfaleið þess og frumhöfundar allrar menningar. Brand-
es var ekki hinn fyrsti, sem flutti þessa kenningu og
mun ekki heldur verða hinn síðasti. í raun og veru
voru allar hinar frjálslyndu stjórnmálahreyfingar 19. aldar
sprottnar af þeirri sannfæringu, að lýðurinn mundi aðeins
hlíta forustu hinna »beztu manna«, því að manninum og
sauðnum væri það sameiginlegt að fylgja þeim einum, er
til forustu væru fallnir. En brátt komust menn að raun um,
að þessi skoðun var ekki á rökum reist. Það mun að
vísu satt, að í sauðahjörð tekur arlakinn aldrei forustuna,
en í mannhjörðinni gerist það þráfaldlega. Brandes varð
þess áskynja þegar á unga aldri, og eftir það var hann