Skírnir - 01.01.1927, Síða 224
Skirnir] Georg Brandes. 217
snerust þeir gegn henni með stæku hatri. Þeir voru sann-
færðir um ágæti bókmennta sinna og ekki síður um hitt,
að menningarstraumar þeir, sem Brandes talaði um, mundu
flytja eitur og ólyfjan inn í landið. Fjandmenn Brandesar
létu sér gleymast, að hann hafði ritað margt um danskar
bókmenntir á fyrri hluta 19. aldar, og þó viðurkenna nú
allir, að enginn hafi skrifað af meiri ást og skilningi um
sum »gullaldar«-skáldin dönsku heldur en hann. En hann
hafði farið hörðum orðum um þá hnignun bókmenntanna,
sem byrjaði eftir miðbik aldarinnar, og fyrir það var hann
af-fluttur á allar lundir og almenning talin trú um, að hann
fyrirliti ekki eingöngu bókmenntir þjóðarinnar, heldur þjóð-
ina sjálfa og allt sem þjóðlegt væri.
Þessi sakargift var einkum háskaleg vegna þess, að
Brandes var ekki af dönsku bergi brotinn. Hann var Gyð-
ingur í báðar ættir og því var fjandmönnum hans svo auð-
velt að vekja tortryggni almennings gegn honum. Brandes
mun aldrei hafa fallið neitt þyngra en þessi brigzl um, að
hann væri útlendingur í sínu eigin föðurlandi og hefði tæp-
ast rétt til þess að tala um málefni þjóðarinnar eins og
danskur maður. Því að sannleikurinn var sá, að föðurlands-
ást hans var ólgandi ástríða, sem tók jafnvel stundum
ráðin af skynsemi hans.
Slíkur maður sem Brandes gat vitanlega ekki fengið
af sér að fleipra og fjasa daglega um ættjarðarást sína og
þjóðhollustu. Hann taldi það skyldu sína að segja löndum
sínum til syndanna, að ganga í berhögg við hleypidóma
þeirra og grípa á þeim kýlum, sem aðrir þorðu ekki að
snerta. Hann gerði sér ættjarðarástina aldrei að atvinnu-
vegi og var venjulega þögull um hana, enda er sumum
mönnum flest ljúfara en að tala um sinar dýpstu tilfinn-
ingar. En ættjarðarást hans blossaði upp, hvenær sem á
herti. Þegar hann sneri heim aftur til Danmerkur frá Ber-
lín 1883 héldu margir víðfrægustu rithöfundar og vísinda-
menn honum fjölmennt samsæti. Einmitt um sama leyti
hafði þýzka stjórnin rekið nokkur hundruð Suður-Jóta úr
landi, með því að þeir hefðu ekki þýzkan borgararétt. í