Skírnir - 01.01.1927, Síða 226
Skírnirl
Georg Brandes.
219
einmitt hið sama ár, sem grein Brandesar birtist, var ís-
lenzkum stúdent neitað um að taka próf í íslenzkum bók-
menntum hinna siðari alda, og var sú synjun rökstudd á
þann hátt, að íslendingar ættu engar bókmenntir eftir 1400.
Eftir þetta minntist Brandes margsinnis á íslenzkar bók-
menntir og jafnan mjög hlýlega, — skrifaði t. d. ritdóm
um »Vonir« Einars Kvarans og »Sverð og bagal« Indriða
Einarssonar, er þær bækur voru þýddar á dönsku. Hann
kynntist og nokkrum íslenzkum rithöfundum persónulega,
t. d. Hannesi Hafstein, Bertel Þorleifssyni, Matthíasi Joch-
umssyni, en síðar Jóhanni Sigurjónssyni og Guðmundi Kamb-
an, og sýndi þeim öllum mikla góðvild. Hann hafði og nokkur
kynni af fornbókmenntum íslands og dáðist mjög að þeim.
En er þar kom, að menn tóku að ræða um sérstakan ís-
lenzkan þjóðfána og jafnvel fullkominn aðskilnað land-
anna, þá gat Brandes ekki á sér setið. Hann ritaði þá
tvær háðgreinar um sjálfstæðismál vort (»Amagers Lös-
rivelse« og »Amagers Flag«) og urðu þær greinar honum
ekki til sæmdar. íslendingar stóðu jafnréttir eftir sem áður,
og er oss því sæmra að minnast nú þess, sem hinn mikli
rithöfundur vann bókmenntum vorum til gagns, bæði bein-
línis og óbeinlínis, heldur en hins, sem hann ritaði af vanj
stillingu um mál vor.
10.
Brandes var tekið tveim höndum í Berlin, er hann
settist þar að 1877. Hann var þá þegar orðinn víðkunnur
rithöfundur á Þýzkalandi. Þrjú hin fyrstu bindi af »Megin-
straumunum« voru þá komin út (»Emigrantlitteraturen«
1872, »Reaktionen i Frankrig« 1873, »Naturalismen i Eng-
land« 1875), og höfðu vakið hina mestu eftirtekt meðal
Þjóðverja. Stíll og efnismeðferð Brandesar var þeim full-
komin nýjung, en kenningar þær, er hann flutti, komu eng-
um menntuðum Þjóðverja á óvart. Honum varð því dvölin
í Berlin holl. Ofsóknunum heima fyrir linnti að vísu ekki,
en hann hafði ekki moldrykið í vitunum daglega, og hin
mikla viðurkenning, sem honum hlotnaðist á Þýzkalandi,