Skírnir - 01.01.1927, Side 227
220
Georg Brandes.
[Skírnir
hafði vitanlega góð áhrif á skaplyndi hans, enda var hann
alla sína daga ákaflega viðkvæmur fyrir dómum annara
manna, og stundum langt úr hófi fram. Hann þroskaðist
og mjög í Berlin og varð miklu víðsýnni en áður. Hann
var þá á léttasta skeiði, námfýsin óslökkvandi og hæfi-
leikar hans og tilhneigingar nutu sín til fulls í andrúms-
lofti hinnar miklu höfuðborgar. í raun og veru var það
hans þyngsta þraut, að hann var í heiminn borinn í litlu
þjóðfélagi, því að hann var stórveldismaður að eðli og inn-
ræti og þurfti vítt olnbogarúm til þess að geta þrifist.
í Berlin lærðist Brandes m. a. að líta á prússneskt
stjórnarfar frá nýju sjónarmiði. Hann hafði þangað til átt
bágt með að sætta sig við prússneskan hugsunarhátt og
staðið stuggur af Bismarck, enda gleymdi hann aldrei ár-
inu 1864. En nú, er hann dvaldi návistum við hinn mikla
járnkanzlara, kom hann auga á margt, sem hann hafði ekki
áður séð eða skilið. Hann gekk að vísu aldrei Bismarck á
hönd, enda voru mennirnir ekki andlega skyldir. En Brandes
hlaut að dást að öllum miklum mönnum, sem hann kynnt-
ist, hvort sem þeir stóðu honum fjær eða nær, — það var
hans göfugasta einkenni og vafalaust ríkasta tilhneigingin
í eðli hans Hann sagði eitt sinn í blaðagrein, að ef hann
væri Þjóðverji, mundi hann þrátt fyrir allt styðja Bis-
marck. Þau orð vöktu hneyksli og megna gremju meðal
frjálslyndra vina Brandesar á Þýzkalandi. En fylgismenn
Bismarcks gripu greinina á lofti, dreifðu henni um allt
Þýzkaland og létu þýða hana á ótalmörg tungumál, enda
segir Brandes, að sú smágrein hafi orðið víðlesnust allra
sinna rita.
Meðan Brandes dvaldi í Berlin, fór frægð hans um
alla Evrópu. Hann færði sífellt út landnám sín í bókmennta-
rikjum álfunnar, knúinn af eirðarlausri, óseðjandi þrá eftir
nýju útsýni, nýjum áhrifum. Fyrst hafði hann einkum ritað
um norrænar, franskar, enskar og þýzkar bókmenntir, en
síðar kynntist hann bókmenntum ítala, Rússa og Pólverja.
Við Pólverja tók hann sérstöku ástfóstri. Hann dáðist að
þókmenntum þeirra og ógæfa þeirra rann honum til rifja,