Skírnir - 01.01.1927, Side 228
Skírnir] Georg Brandes. 221
enda var hann um langt skeið óþreytandi talsmaður þeirra
i Evrópu. Pólverjar kunnu og að meta liðveizlu hans.
Hann varð átrúnaðargoð þeirra, og er mælt, að aldrei hafi
neinn útlendur rithöfundur náð slíkum vinsældum á Pól-
landi sem hann.
En Brandes lét sér aldrei nægja að kynna sér bók-
menntir þjóðanna einar saman, hitt var honum ekki síður
lífsnauðsyn, að kanna siðu sem flestra manna og þjóða og
kynnast persónulega yfirburðamönnum, á hvaða sviði sem
þeir störfuðu, — hvort sem þeir voru fræðimenn, skáld,
heimspekingar, stjórnmálamenn eða hershöfðingjar. Ef til
vill hefir aldrei verið uppi í Evrópu forvitnari maður um
andlega hagi annara heldur en hann. Hann var fátækur
maður lengst lífdaga sinna, en þó hafði hann ráð á að
vera á sífelldu ferðalagi fram og aftur um álfuna. Á þeim
ferðum kynntist hann slíkum sæg manna, að fullyrt hefir
verið, að enginn samtímamanna hans muni hafa borið
kennsl á jafnmarga nafntogaða menn sem hann. Honum
var nautn að fátíðum hæfileikum og fjölbreyttu sálarlífi,
enda var hann aldrei smásmuglegur í dómum um atgervis-
menn, þó að nokkur ljóður væri á ráði þeirra. Svo sem
vænta mátti átti hann bréfaskifti við fjölda manns víðs-
vegar úti um álfuna, t. d. við Ibsen, Björnson, — meðan
vinátta þeirra hélzt, — Jónas Lie, Pál Heyse, Clemenceau,
Edm. Gosse og ótalmarga aðra.
Þegar þess er gætt, hve mannblendinn Brandes var
og hvílíkum tíma hann varði til þess að leiðbeina ungum
rithöfundum, lesa yfir handrit þeirra o. s. frv., þá verður
næstum því óskiljanlegt, hve feiknamikið ævistarf hann
fékk af höndum innt sem rithöfundur. En starfsþrekið var
óbilandi. Hann hefir sjálfur lýst vinnuháttum sínum um þær
mundir, sem hann ritaði bók sína um Lord Beaconsfield
(1879). Raunar mun hann þá hafa lagt óvenjulega hart á
sig, því að hann átti þá fullt í fangi með að vinna fyrir
heimili sínu. Hann settist við skrifborðið klukkan 6 á morgn-
ana, og vann síðan allan daginn til kl. llVa, þá lagði hann
sig, en fór á fætur aftur eftir klukkutíma og skrifaði til