Skírnir - 01.01.1927, Page 229
222
Georg Brandes.
[Skirnir
kl. 2. Þannig vann hann dag eftir dag, enda lauk hann
ritinu á 7 vikum. Honum var og óvenjulega léttvígt um
ritstörfin. Hann segist raunar alltaf hafa átt mjög örðugt
með að byrja, en úr því að hann var kominn af stað á
annað borð, hafi sér verið nálega jafnauðvelt að skrifa
heila bók sem stutta blaðagrein. Hann var jafnauðugur að
orðum sem hugmyndum og því urðu ritstörfin honum leikur
einn, enda mun hann hafa lifað sínar beztu stundir við
skrifborðið.
Það hefir ekki verið tilgangurinn að þylja upp nöfnin
á ritum Brandesar né leggja dóm á þau hvert fyrir sig í
þessum línum, enda yrði það ekki gert í stuttu máli, því
að eftir hann liggja h. u. b. 30 þykk og þéttprentuð bindi.
Hann varð langfrægastur fyrir »Meginstraumana« og rit sitt
um Shakespeare. Ég hygg vafalaust, að hæfileikar hans
hafi aldrei notið sín betur en í þeirri bók. Hann mun hafa
dáðst mest að Shakespeare allra rithöfunda bæði lífs og
liðinna, enda komust allir hans fjölbreyttu andlegu kraftar
á hæsta stig í viðureigninni við hinn mikla Breta. Bókin
um Shakespeare er í raun og veru tvennt í einu: skáldrit
og sögurit, en Brandes naut sín hvergi betur en á landa-
mærum listar og visinda, enda má segja, að hann ynni allt
sitt mikla lífsverk á þeim slóðum. Og Skakespeare hafði
alveg sérstök áhrif á hann. í andlegri návist hans varð
mannvit Brandesar skyggnara, andagift hans auðugri, rétt-
lætistilfinning hans heitari, meðaumkun hans dýpri og ör-
vænting hans um öll mannleg efni enn þá beiskari en ella.
Hann óx í fangbrögðunum við risann, enda varð Shake-
speare’s-bók hans afar-víðlesin meðal allra enskumælandi
þjóða, þó að enskir og ameríkskir fræðimenn hefðu margt
að athuga við einstök atriði hennar.
11.
Brandes hafði farið til Berlínar í þeim tilgangi m. a.,
að læra þýzku svo vel, að hann gæti ritað hana sem
móðurmál sitt og það tókst honum að mestu leyti. Hann
hafði neyðzt til að grípa til þessa úrræðis til þess að færa