Skírnir - 01.01.1927, Síða 230
Skirnir]
Georg Brandes.
223
löndum sínum heim sanninn um, að hann ætti ekki allt
sitt undir þeim. En þung spor hafa það verið honum, að
gerast rithöfundur á erlendu máli, því að hann elskaði
móðurmál sitt af heitri ástríðu listamannsins, — eins og
meistarinn elskar hljóðfærið, sem hann getur knúð úr sterk-
ari og dýpri, hreinni og þýðari tóna en nokkur annar.
Þegar leið fram yfir 1880 fjölgaði fylgismönnum Brandesar
stöðugt í Danmörku, enda tóku nú margir að sjá missmíði
á því, að mesti rithöfundur landsins var landflótta og knú-
inn nauðugur viljugur til þess að gerast borgari í bók-
menntaríki annarar þjóðar. Árið 1882 mynduðu nokkrir
menn í Kaupmannahöfn félagsskap með sér og buðu Brand-
es að tryggja honum sæmileg laun um tíu ára skeið, ef
hann sneri heim aftur. Brandes fékk aldrei að vita, hverjir
þessir menn voru, en hann þá boðið, því að þrátt fyrir allt
léku honum landmunir til Danmerkur og danskur rithöf-
undur var hann og vildi hann vera. Hann segist og hafa
fundið sárt til þess í Berlin, að hann átti miklu brýnna er-
indi við æskulýð Norðurlanda en æskulýð Þýzkalands og
að störf sín mundu bera miklu meiri ávöxt heima fyrir heldur
en utanlands. Hann sneri því heim aftur, þó að enn þá and-
aði kalt á móti honum úr ýmsum áttum. T. d. voru oftar
en einu sinni gerðar tilraunir til þess á ríkisþinginu að út-
vega honum sæmilegan fjárlagastyrk. En valdhafarnir voru
samir við sig og fengu jafnan afstýrt því, enda fékk Brandes
ekki einn eyri úr ríkissjóði Danmerkur fyr en vinstrimenn
komust til valda 1901. Þá fékk hann prófessorsnafn og
prófessorslaun, en þurfti þó engin störf að hafa á hendi
við háskólann fremur en honum sjálfum sýndist.
Samt sem áður fór vegur hans og gengi sívaxandi
með ári hverju eftir að hann hafði setzt að aftur í Kaup-
mannahöfn. Að vísu átti hann enn þá eftir að heyja marga
orrahríð við andstæðinga sína, en flokkur hans fór sívax-
andi og við mörg tækifæri kom það fram, hve virtur og
elskaður hann var af sínum mönnum. Árið 1891 voru 25
ár liðin síðan er fyrsta bók hans kom út. Þá var honum
haldið veglegt samsæti, sem 560 manns sátu, en verka-