Skírnir - 01.01.1927, Side 232
Skimir] Georg Brandes. 225
er stjarna þekkingarinnar, sem ljómar á himnum; hann er hinn
góði andi.
Hann er engill Ijóssins. Trúið aldrei þeirri lygi, að engill ljóss-
ins haíi nokkurn tima fallið eða getað fallið!
Þökk fyrir blysin! Látið þau blossa hátt! Látið þau lýsa vitt!«
12.
Brandes barðist að vísu til sigurs. Bókmenntastefna
hans gersigraði alla andstöðu, óvinir hans urðu að lúta í
lægra haldi og sjálfur varð hann víðfrægastur allra danskra
rithöfunda. En þó hafði hann mikið afhroð goldið. Hann seg-
ist hafa verið um fertugt, er óviðráðanleg mannfyrirlitning
tók að læsa sig inn í hugskot hans og eitra honum hverja
gleðistund. Eftir það verður örvæntingin um framtíðina, van-
trúin á framsókn og framfarir smámsaman hið drottnandi afl
í sálarlífi hans. En það er eitt hið merkilegasta um Brandes,
að þó að lífið reitti af honum eina vonina á fætur annari,
þá þreyttist hann aldrei, lagði aldrei af sér vopnin.
Andstæðingar hans höfðu ekki farið villir vegarins, er
þeir brigzluðu honum um, að hann væri Evrópumaður.
Brandes neitaði því heldur aldrei, en lét þess aðeins getið,
að hann vissi ekki betur en að Danmörk væri i Evrópu og
að það gæti og ætti að fara saman að vera góður Dani
og góður Evrópumaður. Það er og vafamál, hvort nokkur
maður í álfunni hafði fleiri og meiri skilyrði en hann til
þess að koma fram sem talsmaður og fulltrúi hinnar sam-
eiginlegu menningar Evrópuþjóða. En það gerði hann, einn
af fáum, er styrjöldin mikla skall yfir 1914.
Ófriðurinn kom Brandes að vísu ekki á óvart. Hann
hafði margoft varað menn við að gera sér tálvonir um, að
hinn vopnaði friður gæti haldizt til lengdar. En þó fauk
þá fyrst í öll skjól fyrir honum, er hinn tryllti hildarleikur
hófst. Hann gat ekki séð að ófriðurinn væri neitt annað
en vitfirring, hamslaust djöfulæði, ef til vill sjálfsmorð þeirrar
menningar, sem hann elskaði, þótt hann væri fyrir löngu
orðinn vantrúaður á hana eins og á allt annað. Hann átti vini
í öllum ófriðarlöndum, sem allir voru sannfærðir um það,
hver fyrir sitt leyti, að þeirra eigin þjóð berðist fyrir rétt-
15