Skírnir - 01.01.1927, Page 233
226
Georg Brandes.
[Skírnir
læti og sannleika. Brandes fékk áskoranir úr öllum áttum
um að láta í ljós sína skoðun á upptökum ófriðarins. Einkum
var fornvinur hans Clemenceau áleitinn við hann. Brandes
svaraði hortum í marzmánuði 1915. Hann sagðist ekki geta
látið neina samúð í ljós með neinni hernaðarþjóðinni, —
engin þeirra ætti samúð skilið. Engin þeirra berðist fyrir
neinni hugsjón. Það væru hin mestu ósannindi eða sjálfs-
blekking, að nú væri verið að berjast fyrir frelsi þjóða eða
um almenn mannréttindi, — um völd væri barizt, um mark-
aði, nýlendur og heimsforræði og ekkert annað. Svo sem
kunnugt er sagði Clemenceau út af þessari grein hranalega
í sundur ævilangri vináttu þeirra Brandesar og fjöldi ann-
ara vina hans í ófriðarlöndunum sneru sömuleiðis við hon-
um bakinu. En friðargerðin í Versölum sannaði greypilega,
að Brandes hafði haft rétt að mæla. Hann hafði oft talað
máli kúgaðra þjóða og bágstaddra einstaklinga í nafni menn-
ingarinnar. Nú talaði hann máli menningarinnar gegn vald-
höfum allra þjóða og hirti aldrei, hvort þeim likaði betur
eða.ver. En hörmungar ófriðaráranna lögðust þó geysiþungt
á hann. Hann virðist ekki hafa séð neitt úrræði til þess að
deyfa sársaukann annað en það, að leita enn á ný sálu-
félags við mikla menn liðinna alda. Hann gaf út mikið rit
um Goethe 1914—15, um Voltaire 1916—17, um Cæsar 1918,
um Michelangelo 1921, — 8 þykk bindi alls og mundi það
flestum mönnum ærið ævistarf að leysa slíkt verk af hendi.
í bréfi sínu til Clemenceaus gat Brandes þess, að hver
rithöfundur ætti að vera vígður prestur sannleikans. Ef hann
hefði eitthvað annað fyrir stafni en að segja satt, þá væri hann
einskis nýtur og að engu hafandi. Sum rit Brandesar eru
þegar orðin nokkuð úrelt, fleiri þeirra eiga vafalaust fyrir sér
að verða það. Og það er vandalaust að benda á nokkra
bresti í fari hans. En hann elskaði sannleikann og hataði
ranglætið af öllum krafti sinnar sterku sálar. Þess vegna
mun nafn hans seint fyrnast.