Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 235
228
Ritfregnir.
[Skírnir
Megingildi bókarinnar virðist mér í þvi fólgið, hversu víða
hún kemur við. Höfundur hefur reynt að kynna sér eða a. m. k.
telja heimildirnar um æfi og verk Eggerts út í æsar. Að þessu
leyti hlýtur bókin að verða þeim til léttis og leiðbeiningar, sem
siðar rita um Eggert. Sumsstaðar hefur höf. notað heimildir, sem
benda til réttara skilnings en ráðandi hefur verið hingað til. Vil
eg þar einkum tilnefna kaflann um Sakir og sektumenn. Hann
hefur Iika gert nokkurn samanburð á Ferðabókar-handriti Eggerts
og útgáfunni, og fleira slíkt mætti til tina, sem er góðra gjalda vert.
En um heimildameðferð höf. yfirleitt verður að gera þá athuga-
semd, að miklu nytsamlegra hefði verið að nota þær færri og gera
betur grein fyrir þeim. Engum kemur t. d. að minnsta haldi runan
af handrita-númerum 428—29. Slíkt er auðtínt saman úr handrita-
skrám. Annað mál hefði verið, ef handritin hefði verið flokkuð
og þau ein talin, sem einhvers virði eru til þess að leiðrétta og
auka við prentuðu kvæðabókina. Sama má segja um tilvísanirnar
yfirleitt. Þær hefði mátt vera miklu færri og valdar með meiri
dómgreind. Það sem höf. leggur til samanburðar á Eggerti og er-
lendum rithöfundum (fyrir utan náttúrufræðingana, sem eg ber ekk-
ert skynbragð á) er furðu magurt, þegar gætt er þess fjölda a
nöfnum og bókatitlum, sem tilfært er. Þetta kemur til af því, aðf
höf. lætur sér ekki nægja að nota þá þekkingu, sem hann hefur
vald á, heldur seilist sífelt í dauðan fróðleik úr yfirlitsritum annara.
Má til dæmis nefna klausuna um rússneska menningu og menntir
bls. 188—89, eða þessa glepsu um málaralist: »Um daga Eggerts
sjálfs eru uppi ágætir málarar, sem m. a. fást við náttúrulýsingar,
Gainsborough i Bretlandi (f. 1727), Vernet i Frakklandi (f. 1712), van
Ruisdaele i Hollandi, dáinn nokkru fyrir daga Eggerts, og Rem-
brandt, og í Þýzkalandi t. d. teiknarinn og skáldið Salomon Gessner
(f. 1730)« (bls. 256). Þegar þess er gætt, að Ruisdael er uppi 1628—
1682 og Rembrandt 1606—69, verður ekki sagt, að þessari upptaln-
ingu sé vel fyrir komið.
Þar sem svo víða er við komið sem í þessari bók, er ekki
nema eðlilegt, að einhverjar villur slæðist með. Og auðvitað er
ók leift fyrir ritdómara að prófa hvert atriði, enda ekki einu sinni
kostur þess að ná til sumra heimilda hér. En af því að gildi bók-
arinnar veltur mjög á nákvæmni höfundar, verður ekki hjá því
ko mizt að athuga hana nokkuð. Eg skal þó geta þess, að hér er
sl eppt öllu því, sem Ieiðrétt er í merkilegum ritdómi um bókina í
Ei mr. eftir dr. phil. Jón Heigason. Eins og vænta mátti af jafnglögg-
um manni og fróðum, hefur hann veitt eftirtekt flestum meiri háttar
villum í ritinu, sem hann hefur haft gögn til að ganga úr skugga
um. Það sem hér verður talið, er því ekki nema eftirhreyta.
Það er rétt til getið hjá dr. J. H., að þar sem stendur í bók-