Skírnir - 01.01.1927, Síða 236
Skirnir]
Ritfregnir.
229
inni »en min, eftir líkindum« (14821-22), sem er óskiljanlegt, stendur
»en mun eftir likindum* i handritinu. Bls. 15021 stendur »forga
klæði sín«. En óþarft er að taka það orð upp i orðabækur, þvi
að í handritinu stendur *saurga«. Fleiri villur eru i efniságripi
Réttritabókarinnar og sumar ekki alveg meinlausar t. d. tautum
f. taulum 15617, en það geta verið prentvillur. í erindinu á bls.
275 eru 2 villur (og er það þó áður prentað rétt í Skírni 1924, 114):
manndóms f. manndyggða og bjóðum f. kjósum. í bréfinu bls.
397—398, sem er prentað stafrétt, eru tvær villur (fyrir utan stafvillur
eins og prestor f. prestar): þa systkin f. þau systkin og allt annat
abla fie f. allt abla fie. í kring um annat eru punktar, sem merkja,
að orðið eigi að falla burt, enda bendir samhengið til þess.
Bls. 12 er Sigurður Jónsson á Reynistað kallaður lögmaður.
Er þar villzt á honum og Jóni syni hans. Bls. 143 er sagt að fífa
sje góð í kertarauk. Virðist höf. hafa haldið rithætti Eggerts, af
þvi að hann hefur ekki skilið orðið, sem er flt. af kertarak (kerta-
rök). — Bls. 180 er talað um Viðbjóðsrimur eftir Vigfús Jónsson.
Þær rímur eru engar til, heldur orti Vigfús á Leirulæk eina rímu
aftan við Grobbians rímur, sem kölluð er Viðbjóðs ríma. — Of rikt
er það að orði kveðið bls. 195, að orðtakið utile dulci komi ekki
fyrir nema á tveim stöðum í íslenzkum bókmenntum. Jón Ólafsson
hefur þýtt kvæði Vessels, sem hefur klausuna frá Hórats að fyrir-
sögn (Ljóðm. 3. útg. bls. 13). — Bls. 207 stendur, að i kvæðum
Eggerts heiti ísland »staður Ýmis frörnra beina, eða föður vera
Sifjar«. En siðari kenningin þýðir blátt áfram föðurland (vera
[tengdamóðir] Sifjar = jörð, land), sjá kvæði E. Ó. bls. 77. — BIs.
220 er sagt, að Einvaldsvísur sé einnig dróttkveðnar (þ. e. a. s. eins
og Friðreksdrápa). EnJ hvorugt kvæðið er dróttkveðið, heldur bæði
með hrynhendum hætti. — Bls. 228 hefði höf. átt að geta þess, ef
hann veit nokkuð meira um heimildina að kvæði Eggerts. Sá breyski
heimspekingur, en stendur neðanmáls í útgáfunni. A. m. k. er
óþarft að taka ritvilluna upp úr útgáfunni: l’jeune f. Le jeune. —
Rangt er það að orði kveðið, að Skáld-Sveinn hafi ort Heimsósóma
sinn »um siðskifti« (238). Það má færa gild rök fyrir þvi, að hann
hafi verið ortur á siðara helmingi 15. aldar. — Rétt hefði verið að.
geta þess, hver sé höfundur kvæðisins, sem vitnað er í á bls. 239
o. v. (Sjá Menn og menntir IV, 677). — Ekki get eg fallizt á, að
hestavísur hafi verið fábreyttar fyrir daga Eggerts hjá þvi sem síðar
varð, svo að hann hafi auðgað þá kveðskapargrein. Hvorki Eggert
né seinni tíma skáld hafa þar farið verulega fram úr séra Stefáni
Ólafssyni og séra Benedikt i Bjarnanesi. — Bls. 269 er kveðið svo
að orði, að Eggerti finnist orðið bóndi vera »eitt almennilegt virð-
ingarnafn«. En það er kunnara en frá þurfi að segja, að bóndi
var lengi titill veraldlegra valdsmanna á íslandi, og á Eggert auð-