Skírnir - 01.01.1927, Side 237
230
Ritfregnir.
[Skírnir
vitað við það. — Bls. 276 er sagt, að ferðabók Eggerts sé 1762 bls.
(eða 1864 ef myndirnar eru taldar með). En þetta er að gera of
mikið úr bókinni. Hún er ekki nema rúmar 1100 bls., fyrir utan
myndir. Má þetta heita furðanlegur misgáningur af manni sem
mikið hefur handleikið bókina. — Visan, sem vitnað er í bls. 426
eftir Kristni Andréssyni og Lbs. 626 8vo, er prentuð í Almanaki
Þjóðvinafélagsins 1923, 59. Þá hefði þess og mátt geta i heimilda-
skránni, að kvæði um Njáiu eftir Olaf, föður Eggerts, er prentað á
Akureyri 1856, aftan við Aldaglaum Jakobs Jónssonar.
Um meðferð höfundar á erlendum nöfnum og orðum, einkum
latneskum, mætti rita langt mál, og það væri sannkölluð píslarsaga.
Eg hef oft óskað þess, meðan eg var að lesa bókina, að hún vegna
þessa kæmist sem minnst i hendur eriendra fræðimanna. Þeir
gæti dregið af því rangar ályktanir. Slíkt er kunnugum bezt að
bjóða. En af því að lesendur Skírnis munu ekki kæra sig um of
mörg dæmi af því tæi, skal eg ekki tilfæra nema fá ein. Bls. 408
sumte f. sumtæ, sömu bls.19 Islandice f. Islandiæ, sömu bls.22 ob-
servandibus(l) f. observationibus. Bls. 151 stendur »þýðingar og
gjörðarorð (terminorum factitiorum)«. Hvers vegna eru latnesku
orðin í eignarfalli, en þau íslenzku i nefnifalli? Af því að Eggert
kemst svo að orði: »sýnist mér vel fallið að geta hér hans (o: Ólafs
hvítaskálds) nokkurra greina og gerðarorða (terminorum factitiorum)
til samanburðar*. Innan um upptalningu orða á bls. 160, sem öll
eru í nefnifalli, kemur allt í einu: »dumba (Sn-E dumbr) (mutas)«.
Hér virðist höf. halda, að dumba sé nefnifall. Annars væri ekki
sérstök ástæða til að greina orðmynd Sn-Eddu. En því þá mutas?
Hjá Eggerti stendur: »Ólafur nefnir hálfraddarstafi eður semivocales
og dumba (o: stafi) mutas«. Alveg eins stendur á þolfallinu bls.
344: »Þang og þari: Fucos marinos«, í stað: fuci marini. Meta-
morphoses Ovids eru kallaðar Metamorphosæ (bls. 333), heart (hjarta)
er prentað hearth (= arinn) o. s. frv. Nöfn erlendra manna, jafnvel
hinna alkunnustu, eru iðulega rangrituð, Borck f. Borch, Schiich f.
Schtick o. s. frv.
Eg skal ekki neita því, að sumt af þessu er smávægilegt. En
þegar því er bætt við ýmislegt annað, er það býsna mikið, og æski-
legra að bókin hefði staðizt betur raunina í þessu efni. Því að, eins
og áður er sagt, er gildi hennar einkanlega fólgið í efni því, sem
þar er dregið saman, en ekki í meðferð þess efnis frá höfundar
hálfu. Að vísu koma einstöku sinnum fyrir góðar athuganir og
jafnvel smellnar athugasemdir, eins og þegar sagt er, að Eggert
hafi haft »matarást á náttúrunni* (273). En yfirleitt er bókin þung-
lamalega rituð, staglsöm og óskýr. Sést bezt, hversu ómelt efnið
er, þegar höf. ætlar að auðkenna Eggert og draga saman niður-
stöður sínar i stutt mál. Sérstöðu Eggerts meðal ráðasmiðanna