Skírnir - 01.01.1927, Side 238
Skírnir]
Ritfregnir.
231
er lýst á þessa leið: »Hún er i því fólgin, að hann hefur einna
fyrstur manna sögulega útsýn um og sögulegan skilning á mögu-
leikum og nauðsyn þeirrar endurreisnar, sem hann starfaði fyrir og
notaði það í þágu þjóðmálastarfseminnar í samtíð sinni í því formi
sem við varð komið í þjóðskipulagi hins ótakmarkaða, upplýsta
einveldis« (369; greinarmerkjasetningu höf. haldið óbreyttri). *í hug-
myndum íslenzkrar alþýðu varð Eggert að einhverju fyrirferðar-
mesta glæsimenni aldarinnar, að vísu stórlyndum nokkuð öðrum
þræði, en í heild sinni að höfðingja i lund og að lærdómi« (417).
Þessar setningar gefa bragð af stil bókarinnar. Höf. er sorglega
■ósýnt um að orða hugsanir sínar skýrt og gagnort. »Fræðikvæði
Ólafs eru í heild sinni bezti skáldskapur hans, en t. d. sálmarnir
sumir siðri« (17). »Misjöfn er einnig meðferð hans (d: Ólafs) á
fornum háttum og oft röng, eins og var að vísu ekki siður hjá
Eggerti« (181). »Búnaðarbálkur er ortur í Sauðlauksdal laust fyrir
1762 aðallega« (229). »í ágústbyrjun voru þeir komnir upp í Borg-
arfjörð og voru þar við rannsóknir fram um miðjan mánuðinn, og í
Reykholtsdal« (102). »Þegar heim kom settist Eggert að í Sauð-
iauksdal. Samt er það auðséð, að hann hefur verið orðinn lúinn
, . . . « (373). Það er sagt, að ætt Eggerts hafi verið kynsæl(l), 181,
að trúaráhrif »hafi ráðið þar um« (252), að ekki hafi verið að undra
»þó Eggert þættist í honum (o: síra Birni) hafa fundið mann að sínu
skapi«, 140. Slík dæmi mætti tilfæra von úr viti. Ofan á þetta
bætast orðmyndir eins og Rangvellingar (367), möl (þágufall af
mölur), 329, sandur af stafsetningarvillum (hlýtar, skynhelgi, syfjar
o. s. frv.) og setning upphafsstafa og greinarmerkja alveg af handa-
hófi. Er allsstaðar leiðinlegt að sjá slíkt, en sárast í ritum um
þjóðleg fræði.
Það brestur að vísu mikið á, að hér hafi verið skráð sú æfi-
saga Eggerts Ólafssonar, sem unað verður við til frambúðar, og er
það leiðinlegt, svo vel sem til ritsins hefir verið vandað af hálfu
landsstjórnar, Eggertssjóðs og kostnaðarmanns. En á hitt er líka
að líta, að hér er ungur höfundur á ferð, sem enn getur mikið lært,
•ef hann leggur fulla alúð við sjálfan sig og verk sitt. Er vonandi,
að honum takist betur næst. Hann hefur sýnt bæði áhuga og
dugnað við samsetningu þessarar bókar, og íslenzkum fræðum er
þörf á hverjum liðsmanni, sem fús er að leggja hönd á plóginn.
Sigurður Nordal.
Freysteinn Gunnarsson: Dönsk orðabók með islenzkum
þýðingum. Orðabók Jónasar JónassonarogBjörns Jónssonar aukin og
breytt. Rvík 1926. Útgefandi ísafoldarprentsmiðja h.f. 749+VIII bls.
Orðabók Jónasar Jónassonar kom út 1896. Hún bætti úr mjög
xnikilli þörf, þvi að fyrir þann tíma var um enga aðra orðabók að