Skírnir - 01.01.1927, Side 239
232
Ritfregnir.
[Skímir
ræða en orðabók Konráðs, sem bæði var óhentug að ýmsu leyti
og lítt fáanleg. Einkum þótti það ókostur við þá bók, að höfundur
leiddi oft hjá sér að gefa beinar þýðingar, en það kom sér illa
fyrir byrjendur, sem eigi eru svo orðhagir eða kunnandi í móður-
málinu, að þeir geti bætt þar úr, sem höfundur gugnar.
Orðabók Jónasar var i þessu efni mikil framför. Þar komu í
stað skýringa beinar þýðingar og oft mjög örlátlega úti látnar.
Mátti þar sumstaðar finna 5—10 þýðingar á sama hugtaki, og var
þá sannarlega nógu úr að moða. En bók þessi var ekki heldur
fullkomin, sem ekki var von til. Það er erfitt að ryðja nýjar brautir
i þessu sem öðru og hætt við, að stigin verði einhver víxlspor. Það
þótti þeim galli, sem kunnandi voru i báðum málunum, að þýð-
ingar voru eigi alltaf að sama skapi nákvæmar, sem þær voru
margar. Viða þótti vanta blæbrigði i þýðingar og komu þá ekki
sum orð að notum, sem virtust annars nógu áferðarfalleg.
Þrátt fyrir ýmsa smiðisgalla, varð þó bók þessi að stórmiklu
gagni og seldist örar en nokkurn varði. Var hún uppseld eftir fá
ár. Liklega um eða yfir 20 ár hefir hún verið ófáanleg, og má þvf
nærri geta, að það þóttu góð tiðindi, er það spurðist, að von væri
á henni aftur i endurbættri og aukinni útgáfu. Freysteinn Gunnars-
son kennari, sem er maður glöggur og vel að sér í báðum málum,
var fenginn til þess að standa fyrir útgáfu bókarinnar, og undir árs-
lokin 1926 kom hún út.
Það ræður nú að líkum, að ekki er sú reynsla fengin enn af
bókinni, að kveðinn verði upp fullnaðardómur um hana. Ég hefi
að visu notað hana allmikið, og auk þess farið yfir kafla i henni
hér og þar. Ég hefi ennfremur borið hana saman við orðabók Jón-
asar á stöku stað og orðabók danska eftir Dahl og Hammer, sem
er góð bók og æði orðmörg, og skal ég nú skýra frá þvi, sem ég
hefi orðið áskynja.
Kemur þá fyrst nokkur samanburður á orðabók Jónasar og,
hinni nýju bók, en þess skal getið, að kaflar eru valdir af handa-
hófi og þvi ekki vist, að niðurstaða yrði allsstaðar eins. Get ég
um það, sem annar hefir, en hinn ekki, eða báðir hafa, en hvor með<
sinu móti.
Dunst — dygtig
Jónas: Freysteinn:
Dunst, (viðbót) ódaunn.
Duodecime.
Dup, (viðb.) oddbjörg.
dypere, ginna, láta glæpast á sér. dypere, blekkja, ginna, glepja-
duplicere, (viðb.) fjölrita.
Duplikation, Duplikator.
Dur, Durchlaucht(ighed).