Skírnir - 01.01.1927, Side 241
234
Ritfregnir.
[Skirnir
Einstök orð (sleppt sameiginlegum dæmum):
Orðið lige
Jónas:
1, beinn, þráðbeinn, jafn; a. beint,
rjett; lige til alt þangað til.
Freysteinn:
*) 1. beinn, þráðbeinn, jafn; 2) a.
beint, rétt, alveg, einmitt, í sömu
andránni; clen lige Vej, det er
mig lige meget, gaa lige op, lige
til London, lige til den Stund;
lige til blátt áfram, einfaldur;
lige med eet, lige ved, lige saa
lidt, holde ved lige.
Orðið Stemning
Stíflun, stífla; stilling (á hljóðf.); 1. Stemning, stíflun, stífla.
skap, hugur, hamur. 2. Stemning, tónstilling (á hljóðf.);
skap, hugur, hamur, hugblær,
geðblær, geðhrif, hrifning.
Orðið Sæd
siður; sáð; sæði; korn, frækorn, 1. Sœd (er), siður, venja, liáttur;
korn (á akri); sæði, frjó (karl- siðferði.
dýra og manna); afspringur; (í 2. Sœd, sáð, sæði; korn, frækorn;
ft.) siðir, siðferði; venjur, hættir. korn (á akri); afspringur.
Orðið Tunge
tunga; tangi, skagi; mundang; tunga; tangi; skagi; mundang (á
koli, lauf. vog); lauf; leppflúra.
Þótt engan veginn megi draga þá ályktun af þessum sýnis-
hornum, að með þeim sé fenginn fullgildur samanburður og ætla
megi, að munurinn sé víða minni og sumstaðar jafnvel nær enginn,
þá virðist þó ekki ofmælt, að bókin hafi vaxið allmikið að orðaforða
og að skilgreining merkinga sé fullkomnari en áður. Kemur það
þó ekki fyllilega fram i sýnishornunum, sem ég þykist hafa rekizt
á víða, að margar þýðingar eru nú orðnar eðlilegri og mun nákvæm-
-ari en áður var, og er það kostur, og hann mjög mikilsverður.
Ég skal ekki þreyta lesendur á jafn nákvæmum samanburði
við hina dönsku orðabók Dahls og Hammers. Freysteinn Gunnars-
son getur hennar í formála og virðist hafa notað hana að nokkru,
en þar sem sú bók er miklu stærri en bók Freysteins, verður ekki
með sanngirni um það sakazt, þótt ýmislegt vanti, sem þar stendur.
Þó virðist mjer, að æskilegt hefði verið, að fletta henni allrækilega,
því að sitt af hverju sýnist hafa glatazt, sem vel hefði mátt taka.
Ég nefni sem dæmi Bilæggerovn (Freysteinn hefir Bilægger),
Bimaane i merkingunni »loftsýn lík tungli«, Bimpel = svall, Bind'
sel = tregar hægðir (þetta úr kaflanum Bil — Bipatte) eða ranke
sig = rétta úr sér, Rasetid = svallár æskumanns, sbr. rase ud,
sem líka vantar (úr kaflanum Rangle — Rask).