Skírnir - 01.01.1927, Side 242
Skirnir]
Ritfregnir.
235
Annars eru þessar tvær orðabækur í sumu lítt sambærilegar.
Orðabók Dahls og Hammers er málhreinsunarbók, hefir lítið af út-
lendum orðum, en hirðir fjölda orða (sum ágæt) úr mállýzkum, eink-
um józku. Orðabók Freysteins flytur hinsvegar ósköpin öll af út-
lendum orðum, líkt og orðabók Jónasar gerði, en þó allmiklu fleiri.
Ég skal ekki neita því, að mér þykir höf. hafa verið óþarflega
fundvís á þesskonar orð, en verð þó hinsvegar að játa, að erfitt
er að draga mörkin, og veldur því aðallega, að vér höfum enn
enga orðabók, er fjalli um útlend tökuorð, sem tíðkast mjög í flest-
um Evrópumálum. Vegna þessarar vöntunar og sjálfsagt af engu
öðru eru einstakar blaðsíður í bók Freysteins frekar með almennu
Evrópumáli en sérstaklega dönskum orðum. Skemmtilegt hefði þar
verið að hafa dönsk orð í svigum, þar sem þau eru til, en vitaskuld
hefði það lengt bókina nokkuð.
Eftir að ég hefi nú lýst að nokkru leyti orðaforða hinnar nýju
bókar og sýnt fram á, að hún hefir tekið allmiklum bótum, skal ég
fara nokkrum orðum um meðferð efnisins. Er mér óhætt að segja,
að höf. hefir tekist yfirleitt vel, enda er hann glöggur maður og
smekkvis, og sér þess víða dæmi. Þó skal enginn ætla, að ekki
megi að neinu finna, enda hefir vitur maður sagt, að það séu for-
rjettindi orðabóka að hafa villur. Með því lýsir hann þeim örðug-
leikum, sem orðabókahöfundar eiga við að striða.
Ég hefi lesið síðu og síðu í bókinni og gripið i hana hér og
þar. Flest hefir mér likað vel, en einstöku galla þykist ég þó hafa
fundið og skulu nú nokkrir þeirra taldir vegna þeirra, er bókina
nota. Ég get líka nokkurra orða, sem jeg hefi rekizt á að vanta,
en ekki nefni ég önnur en þau, sem algeng eru og tiðar notuð en
sum þau, sem tekin eru.
Þá skal það fyrst talið, sem mér virðizt vera rangt eða ónákvæmt.
Haandkast = steinsnar. Þessa merkingu þekki jeg ekki (sbr.
þó Blöndals orðabók), en veit, að orðið er haft um snögga hand-
hreyfingu, eins og t. d. þegar sáðmaður sáir korni. Dreje Halsen
paa á að vera dreje Halsen om paa. Hakke i sin Tale = reka
i vörðurnar, stauta. Hvorug þýðingin þykir mjer nákvæm; hakke i
sin Tale er hið venjulega málfar mannsins = stama, hafa stirt
tungutak; ,reka í vörðurnar* skilst mér frekar vera = hakke i det
(— vefjast tunga um tönn í svari) og ,stauta‘ = hakke (Barnet
hakkede sig igennem Sætningen). Den rade Hane = bál og
brennur. Oheppileg þýðing, sbr. lade den rade Hane gale ouer ens
Hus = kveikja í húsi e-s. Henlede Opmærksomheden paa
= beina athyglinni að, betra væri: beina athyggli e-s að e-u (því
að orðasambandið er haft um athyggli annars, ekki sjálfs sín). Det
skærer mig i Hjærtet = mjer dauðsárnar það. Þessi þýðing gæti
misskilist; betra væri: ,mig tekur það mjög sárt‘. Have en sikker