Skírnir - 01.01.1927, Page 243
236
Ritfregnir.
[Skírnir
Holdning = eiga gott aðstöðu. Mér skilst þýðingin eigi að vera
= vera öruggur og óhikandi i framkomu. Lægge n-t paa Hylden
= stinga e-u undir stól. Danska sambandið virðist mér merkja
,hætta við e-ð‘, en sú merking er varla í þýðingu orðabókarinnar.
Hæs = fúlga, kuml (af heyi við hús). Hœs er ekki fremur hey en
korn og þarf ekki að standa við hús, sbr. í sögu eftir Gustav Wied:
Nogle stod omme i Stakhauen og betragtede de ni toppede Korn-
hœs. Imperialist = keisarasinni; hvi ekki heldur alríkissinni?
(það væri réttara, sbr. í orðabókinni: Imperialisme = alríkisstefna).
Kalvedans = broddur (mjólk), ábrystir. Síðari þýðingin er rétt,
en mjólkin ósoðin (broddur) er á dönsku ,Raamælk‘ (sbr. orðabókina).
Licentia practicandi er óvenjulegra heldur en venia practicandi.
Pamflet = flugrit. Þessa merkingu þekki ég varla, heldur ,níðrit‘.
Rille = gróp, hola. Síðari þýðingin er naumast rétt. Rille = gróp.
rauf, skora, einkum haft um rauf, sem sáð er í. Stræber = skorða,
stoð, stýfa. Þessi merking er fátíð í nútíðarmáli, en mjög er þetta
orð alment notað um mann, sem otar sjer fram af litlum verðleikum.
Fole en paa Tænderne = reyna að komast fyrir e-n, vaða ofan
i e-n. Orðasambandið merkir að mínu viti aldrei annað en að reyna
að komast á snoðir um skoðun, hugarfar eða þekkingu annars.
Varte = þjóna. Orðið er varla til nema í sambandinu varte op.
Vejle = forvaði, grandi. Orðið mun ekki til nú nema i staðarheitum.
Bilde = mynda. Orðið er varla til nema i sambandinu de bildende
Kunster.
Það er ekki vandalaust að segja svo til um merkingar í lítilli
orðabók, að ekki sé fáfróðum hætt við misskilningi og seint verður
þar synt fyrir öll sker.
Þessi dæmi úr bókinni skulu nefnd:
Bænkevarmer = veggjaskraut. Orðið er einkum notað um
stúlku, sem fær litið dansað á dansleik. Engagement er m. a.
þýtt með: ráðning, þjónusta. Orðið mun i sliku sambandi einkum
eða eingöngu notað um listamenn (leikara): Han (hun) er for Tiden
uden Engagement. Harmonium = organ, orgel. Betra væri ,stofu-
organ* (til aðgreiningar frá Orgel = pipuorgel). Hejsning = upp-
dráttur. Þýðingin er óglögg; bæta mætti úr henni með því að
setja fyrir aftan: sbr. hejse. Hosesokker = sokkaleistar. Orðið er
varla til nema í sambandi eins og gaa paa Hosesokker. ,Sokka-
leistur' er venjulega á dönsku ,Strömpefod‘. Den hule Haand
= lófinn, lúkan. Betra væri: .hálfkrepptur lófinn, krumlan1 (sbr.
den flade Haand). Ked. Ein af merkingunum er ,fiskur‘. Án skýr-
ingar er þessi merking stórháskaleg. Kod = fiskur (móts. bein og
roð). Tier. Ein af merkingum bókarinnar er ,tugur‘, en varla er
orðið haft um annað en tug i tugsæti; ,tugur‘ er annars venjulega
en halv Snes. Skrog m. a. = skrokkur, bolur. Varla haft um