Skírnir - 01.01.1927, Side 245
238
Ritfregnir.
[Skirnir
Um tilhögun og niðurröðun er fátt annað að segja en gott
eitt. Orðin eru i stafrófsröð og er það kostur. Letur er skýrt og
gott. Dönsk dæmi i köflunum eru ekki með breyttu letri, eins og
oftast er í orðabókum, heldur sett milli gæsalappa, og virðist það
vera nógu greinilegt. Áherzla er sýnd i öllum orðum, sem hafa
ekki aðaláherzlu á fyrsta atkvæði, og er það mikil framför frá eldri
útgáfunni. Galli er það, að ekki er sýndur framburður mjög vanda-
samra erlendra orða. Kostur hefði það verið, að gersamlega úrelt
orð hefðu verið merkt á einhvern hátt, en svo er ekki. Dálítið er
það villandi fyrir viðvaninga, að lýsingarorð er ritað með stórum
upphafstaf, þegar svo stendur á, að fyrri hluti þess er nafnorð
og önnur orð koma á eftir, sem hafa sama fyrri hluta. Dæmi:
Haand stærk, Landsby|agtig.
Prófarkalestur virðist vera ágætur. Ég hefi aðeins rekizt á
fáar prentvillur og fæstar bagalegar. Áherzluskekkju hefi ég séð á
tveim stöðum: Limonade fyrir Limon'ade (í bókinni er Lemon'ade
með réttri áherzlu), vederf'ares fyrir vederfares (áherzlan er á
fyrsta atkvæði).
Vegna margvíslegra anna hefi ég ekki getað athugað bókina
til neinnar hlitar. Þessir smágallar, sem ég hefi talið fram, eiga þó
að sýna, að ekki er dómur á hana lagður að alveg óathuguðu máli.
Og þótt margt kunni enn að finnast, sem ég hefi ekki séð, þá
verður það ekki til þess að kasta verulegri rýrð á verkið. Göllum
er ekki unnt að komast hjá, hversu vel sem unnið er. En hitt skiftir
máli, að verkið hafi unnizt svo, að nær sé fullkomnun en áður.
Og svo hefir tekizt hér að minum dómi. Freysteinn Gunnarsson
hefir sæmd af þessu starfi sinu og fær þakkir minar og annara fyrir.
Jón Ófeigsson.
Ágúst H. Bjarnason: Himingeimurínn. 188 bls. 8vo., Akur-
eyri 1926.
Á vora tungu er til fátt læsilegra alþýðubóka um náttúruvísindi.
Stöndum vér í því efni mjög að baki flestum öðrum þjóðum, enda
þótt vér getum stært oss af, að hér í landi sé eytt meiri prentsvertu
á nef hvert heldur en viðast annarsstaðar.
Mörgum hefur fundizt til um bókaskortinn á þessum sviðum
og sýnt vilja til að bæta úr. En fram að þessu hafa allar slíkar til-
raunir átt sér skamman aldur — aðeins hlotið skírn og síðan lognazt
útaf. Má nefna sem dæmi »Stafróf náttúruvísindannna« og »Smárit
handa alþýðu«, sem Bókmenntafél. byrjaði að gefa út, »Sjálffræðarann«,
»Bókasafn Alþýðu« o. s. frv. Af þessum ritsöfnum hefur vafalaust
»Bókasafn Alþýðu« komist bezt á legg og unnið mesta hylli, en að
vísu voru bækur þess fæstar um náttúruvisindi.
Aðalorsökin til að þessar tilraunir hafa kafnað svo fljótt er