Skírnir - 01.01.1927, Page 247
240 Ritfregnir. [Skírnir
enda hnýtur lesandinn allt of víða um óljósar, vafasamar eða rang-
ar skýringar.
Verð eg, til þess að finna svo þungum ásökunum stað að taka
hér upp nokkur atriði, sem eg hef hnotið um við lestur bókarinnar.
1. Á bls. 14 segir um Síríus, skærustu stjörnuna meðal hinna
svonefndu fastastjama, að hún sé »oftast á suðurhveli og þvl undir
sjóndelldarhring vorum«. Hér gægist fyrst fram sá misskilningur
höf., að það sé sjóndeildarhringurinn, sem skiftir himni i norður- og
suðurhvel, i stað þess að það er miðbaugur himins. Ennfremur
er það vitanlega misskilningur að fastastjarna sé ýmist á norður-
eða suðurhveli.
2. Mörgum mun torskilið það sem sagt er neðst á bls. 16 og
efst á 17. um gang Sjöstjörnunnar á mismunandi árstimum. Yrði of
langt mál að taka kaflann hér upp, en eg skil ekki í að nokkur
maður fái botnað í frásögninni, ef hann eigi að fyrra bragði veit,
hvað höf. muni eiga við.
3. Á bls. 22 segir að Sólbrautin (ekliptika) sé hornrétt(I) á
Norðurstjörnuna og skeri sjóndeildarhringinn á tveim stöðum, á
jafndægrum vor og haust. — Auk þess sem orðalagið er lítt við-
unandi, er það og algerlega rangt að Norðurstjarnan sé skaut sól-
brautarinnar. Hún er því sem næst skaut miðbaugs himins (ekvators),
en skaut sólbrautar liggur um 23'h bogastig frá Norðurstjörnunni.
Jafndægradeplarnir eru þar sem sólbrautin sker miðbaug himins, en
ekki sjóndeildarhringinn.
4. Á bls. 23 virðist höfundur ætla, að »breidd« og »lengd«
stjarna sé miðað við miðlínu (=miðbaug) himins. En í raun réttri
er breidd og lengd miðuð við sólbrautina, en declination og recta-
scension við miðbaug. Er þessu algerlega ruglað saman. Þá er og
allt í einu talað um hábaug, en lesandinn hvorki fræddur um, hvað
átt sé við með því orði, né heldur, hvort það sé hábaugur, sem
dreginn er gegnum skaut sólbrautar eða miðbaugs.
5. Á bls. 91 er réttilega sagt að eitt ljósár sé 10 billíónir km.
— »En 1 km. stendur í sama hlutfalli við vegalengd Ijósársins eins
og 1 sekánda til 60.000 ára«. Svipaðar reikningsvillur eru og á
bls. 121.
6. Lakasta og óskiljanlegasta villan er þó í tðflunni á bls. 115:
»700 mill. mm. bglgjul. með450 bill. sveifluhraða gefur rautt« o. s. frv.
Þetta verður eigi lesið á annan veg, en að bylgjulengd (rauða)
ljóssins sé 700 millíónir mm. eða 700 km. í staðinn fyrir 700 millí-
ónustu hluta úr mm.(700/ioooooo) eða 700 milli-mikrón. Fráleitt er það
og að tala um sveifluhraða á sek. í þeirri merkingu, sem hér er
gert. Þar er auðvitað átt við sveiflu/yö/da á sek. eða sveiflutölu
(rauða) ljóssins. Sveiflutími er augnablik það, sem hver sveifla stend-
ur yfir (1: sveiflutölunni) og sveifluhraði mundi helzt þýða hlutfallið