Skírnir - 01.01.1927, Page 250
Skýrslur og reikningar.
Bókmenntafjelagsins 1926.
Bókaútgáfa.
Árið 1926 gaf fjelagið út þessar bækur og fengu þær þeir fje-
lagsmenn, er greiddu árstillagið, 10 kr.:
Skírnir, 100. árgangur.............................kr. 14,00
ísl. fornbrjefasafn, XII, 3.'........................— 4,00
Annálar 1400-1800, I. 5..............................- 3,75
Safn til sögu íslands, V. 5................. . . — 7,50
Samtals kr. 29.25
Aðalfundur 1927.
Árið 1927, föstudaginn 17. júní. kl. 9 að kvöldi, var haldinn
aðalfundur Bókmenntafélagsins í kaupþingssalnum í Eimskipafjelags-
húsinu, samkvæmt löglega birtu fundarboði. Fundarstjóri var kos-
inn herra præp. hon. Kristinn Daníelsson.
Forseti minntist fyrst látinna fjelaga, og voru þeir þessir:
Árni Jóhannsson, prestur í Grenivik,
Finnur Thordarson, ræðismaður,
Kristján Jónsson, hæstarjettarforseti,
Jakob Gunnlögsson, stórkaupmaður,
Jón Magnússon, forsætisráðherra,
Jón Ólafsson, kennari í Vik,
Jón Þórarinsson, fræðslumálastjóri,
Oddur Hermannsson, skrifstofustjóri,
Vilhelm Thomsen, prófessor.
Stóðu fundarmenn upp til heiðurs minningu þeirra.