Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 26
26
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Hefir því jafnan verið vel og smekkvíslega stjórnað.
Aðalkjarni þess er “Safn til landnámssögu fslendinga í
Vesturheimi”, sem þættir koma af árlega. Er þar skýrt
frá landnámi hverrar fslendingabyggðar af annari, skráð
ar æfisögur landnemanna, ættir þeifra raktar meira og
minna og fjöldi mynda. Hygg eg að hver sem les þessa
þætti, verði að kannast við, að landnámssaga íslendinga
í Vesturheimi er ekki ómerkur þáttur af æfisögu kyn-
flokk.s vors ... Spá mín er sú, að Landnáma Vestur-lslend-
inga verði einhverntíma gefin út skrautlega af niðjum
þessara landnámsmanna, er þykjast munu þá góðir af
ætterninu. Þá verður þakklátlega minst mannsins sem
hafði framkvæmd til að safna þessum merkilegu heimild-
um áður en það var of seint.”
Munu flestir mæla, að þetta sé drengilega mælt og
maklega í garð útgefanda Almanaksins, er, þrátt fyrir
það að fyrirtækið var aldrei fjárhagslega arðberandi,
stefndi ótrauðlega að því takmarki sínu að bjarga frá
gleymsku sem mestum fróðleik um landnám íslendinga
í vesturheimi.
Synir Ólafs, þeir Geir og Ólafur S. Thorgeirson,
hafa einnig sýnt lofsverða ræktarsemi við minningu föður
síns og hugstæðasta viðfangsefni hans með því að halda
áfram útgáfu Almanaksins á upprunalegum grundvelli
þess, eftir því sem ástæður leyfa. Þar er einnig um veru-
legt þjóðræknisverk að ræða.
Fyrstu tvö árin að föður þeirra látnum (1938-1940),
fengu þeir bræður í lið með sér við útgáfuna fróðleiks-
manninn Grím Eyford; en um það starf hans og æfiatriði
hans vísast til minningarorða um hann eftir höfund þess-
arar greinar í Almanakinu 1940. Á þeim árum og síðar
hefir Davíð Björnsson bóksali einnig verið þeim bræðr-
um liðsinnandi við útgáfuna, einkum með prófarkalestur.
Árið 1941 tók Richard Beck við ritstjórn Almanaks-
ins að tilmælum þeirra bræðra, og hefir gengt henni síðan.
Hefir hann, með aðstoð góðra manna, leitast við að halda