Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 133
ALMANAK 1944
133
(sjá Almanak 1935).
6. Dr. Árni-Bjarni Sveinbjörnsson, af völdum bílslyss í Grand
Junction í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Bróðir Lárusar há-
yfirdómara og Sveinbjarnar Sveinbjörnsson tónskálds, fædd-
ur í Reykjavík 26. okt. 1849, en fluttist vestur um haf 1872.
Talinn hafa verið annar íslendingurinn, sem tók embættis-
próf (í læknisfræði) í Vesturálfu, og var um langt skeið starf-
andi læknir í Salt Lake City, Utah.
8. Jón Thordarson, að heimili sínu i Langruth, Man. Fæddur
25. nóv. 1860 að Innra-Hólmi á Akranesi. Foreldrar: Þórður
Björnsson og Guðrún Jónsdóttir. Kom til Winnipeg austan
um haf 1886 og hafði verið búsettur i nágrenni Langruth í
hart nær hálfa öld.
10. Halldóra Bardal, ekkja Páls S. Bardal, á Almenna sjúkrahús-
inu í Winnipeg, 79 ára að aldri. Ættuð af Fljótsdalshéraði,
dóttir Björns Péturssonar únítaraprests og systir dr. Ólafs
Björnsson. Kom vestur um haf 1876. Meðal barna hennar er
Páll Bardal fylkisþingmaður í Winnipeg.
10. Guðrún Helgason, ekkja Jónasar Helgasonar frumherja í
Langruth-bygðinni, á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, 89
ára að aldri.
19. Einar Guttormsson Thomson, í Selkirk, Man., 71 árs að aldri.
Talinn ættaður úr Dalasýslu, en mun hafa alist upp sunnan
snæfellsness. Sagður hafa verið búfræðingur frá Ólafsdal.
Kom til Vesturheims 1902 og settist að í Keewatin, Ontario;
hvarf aftur. til íslands 1915, en fluttist aftur vestur um haf
eftir nokkurra ára dvöl og hafði síðan lengstum átt heima í
Selkirk.
21. Laufey Einarsson hjúkrunarkona, á Royal Alexandra sjúkra-
húsinu í Edmonton, Alta. Fædd nálægt Belmont, Man., 24.
jan. 1900. Foreldrar: Benjamín Einarsson og Guðleif Stefáns-
dóttir, bæði ættuð úr Þistilfirði í Norður-Þingeyjarsýslu, látin
fyrir allmörgum árum. Lauk kennaraprófi í Regina, Sask.,
1921, en prófi í hjúkrunarfræði með miklum heiðri á nefndu
sjúkrahúsi 1929; hafði síðan verið þar kennari og aðstoðar-
forstöðukona síðustu árin.
31. Sigurbjörn Gislason Dall, af völdurn bílslyss í Riverton, Man.
Fæddur 5. jan. 1886 og talinn ættaður úr Húnavatnssýslu.
Foreldrar: Gísli Guðmundsson frá Valdarási þar í sýslu og
Sigurbjörg Pálsdóttir. Fluttist barnungur til Vesturheims á-
sarnt móður sinni.
NÓVEMBER 1943
9. Elízabeth Hrefna Goodman, kona Bjarna J. Goodman, að
heimili sínu í Winnipeg. Fædd í Winnipeg 14. júní 1903.
Foreldrar: Hjálmur Thorsteinsson og Sigriður Iljálmsdóttir