Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 98
98
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
veittur er árlega þeim námsmanni, er fær hæsta einkunn
allra fyrsta árs stúdenta. Er þar sýnilega um mjög fágæt-
an heiður að ræða. (Um fyrri námsferil hans og foreldra,
sjá Almanak 1942).
_1943 _
1. jan. — Sæmdi Bretakonungur Lieut.-Col. (vara-
ofursta) John K. Hjálmarson (sonur þeii'ra Kristjáns og
Margrétar Hjálmarson í Winnipeg) heiðursmerkinu
“Member of the British Empire” (M.B.E.); er hann fyrsti
íslenzkur hermaður, sem hlotið hefh' þann heiður.
1. jan. — Tilkynnti dómsmálaráðherra Manitoba-
fylkis, að G. S. Thorvaldson (sonur Sveins Thorvaldson,
M.B.E., í Riverton, Man., og fyrri konu hans Margrétar),
einn af fylkisþingmönnum Winnipegborgar, hefði verið
veitt nafnbótin “King’s Counsel” (K.C.).
8. jan. — Útvarpað frá Winnipeg, yfir aðalkerfi can-
adiska ríkisútvarpsins, kveðju frá séra Friðrik Hallgríms-
syni dómprófasti í Reykjavík, er hann hafði samið að til-
hlutun Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík og send hafði
verið Þjóðræknisfélagi Islendinga í Vesturheimi; vara-
forseti félagsins, séra Valdimar J. Eylands, las kveðjuna.
18. jan. — Kornung stúlka, Barbara L. Goodman,
(dóttir þeirra Mr. og Mrs. G. P. Goodman í Winnipeg)
efndi til pianóhljómleika í Manitobaháskóla og gat sér
hið besta orð, en árið áður hafði hún unnið hljómlistar-
verðlaun Jóns Sigurðssonar félagsins og einnig skarað
fram úr í gagnfræðaskólanámi.
19. jan. — Átti dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson sjötíu
og fimm ára afmæli, en hann er löngu þjóðkunnur maður
meðal Islendinga beggja megin hafsins. Auk fjölþættra
ritstarfa sinna í bundnu máli og óbundnu og ritstjórnar-
starfa árum saman, hefir hann um fullra 40 ára skeið lagt
margháttaðan skerf til vestur-íslenzkra félagsmála.
Jan. — Blaðafregnir skýra frá því, að dr. Vigfús S.
Ásmundsson, prófessor í alifuglarækt (Poultry Husband-