Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 129
ALMANAK 1944
129
>
kona hans. Fluttist til Vesturheims aldamótaárið; átti urn
mörg ár heima í Markerville, Alta., en í Blaine síðan 1914.
16. Katrín Sigríður Pálsson, saumakona, að heimili sínu í Winni-
peg. Fædd á Akratanga í Hraunhreppi í Mýrasýslu 12. ágúst
1857. Foreldrar: Sigurður Pálsson skipstjóri og Sigríður Ög-
mundsdóttir. Kom til Canada 1903 og átti jafnan heima í
Winnipeg.
28. Sigríður Gíslason, ekkja Andrésar Gíslason, (d. 1926), að
heimili P. G. Thompson og konu hans að Gimli, Man. Fædd
19. sept. 1864 að Ilúsatóftum á Skeiðum í Árnessýslu. For-
eldrar: Jón Guðnason og Sigríður Jónsdóttir. Kom vestur
um haf með manni sínum 1902.
29. Guðlaug Sigfúsdóttir Lífman, ekkja Kristjáns Lífman (d.
1898), að heimili fóstursonar síns, Bjarnþórs J. Lífman, í
Árborg, Man. Fædd 21. des. 1862 á Veigastöðum á Svalbars-
strönd. Foreldrar: Sigfús Ólafsson frá Hvammkoti í Möðru-
vallasókn i Eyjafirði og Elín Jónsdóttir, ættuð úr Mývatns-
sveit. Kom með manni sínum til Ameríku 1876.
ÁGÚST 1943
5. Jónas Guðmundsson frá Bæ í Miðdölum í Dalasýslu, (Jónas
Middal Wilson), að heimili sínu í Winnipeg, 83 ára að aldri.
Hafði dvalið í Canada í nærri 70 ár og í full 50 ár unnið
hjá Hudson’s Bay félaginu og getið sér frægðarorð fyrir frá-
bæra árvekni í starfi.
6. Lilja Jóhannsdóttir Freeman, ekkja Tómasar Freeman, að
heimili sínu í Cavalier, N. Dak. Fædd að Hólum í Hjalta-
dal 2. mars 1880. Foreldrar: Jóhann Sigurðsson og Karítas
Sveinsdóttir. Kom til Ameríku 1903.
2. Egill Hólm, landnemi í Víðir-bygð, að heimili sínu. Fæddur
15. nóv. 1886 að Sólborgarhóli við Eyjafjörð. Foreldrar:
Haraldur Sigurðsson Hólm, Eyfirðingur að ætt, og Helga
Gunnlaugsdóttir, ættuð úr Skagafirði. Kom til Canada með
foreldrum sínum 1907.
7. Sigríður Hjálmsdóttir Thorsteinsson, ekkja Hjálms Thor-
steinsson, að heimili sínu að Gimli, Man. Fædd 3. ágúst 1873
i Norðtungu í Mýrasýslu. Foreldrar: Hjálmur Pétursson og
Helga Árnadóttir. Kom vestur um haf 1895 og hafði verið
búsett að Gimli í nærri 40 ár.
7. Guðrún Björnsson, ekkja Halla Björnsson útvegsmanns, að
heimili sínu við Riverton, Man. Fædd 14. febr. 1877 í Stóru-
Gröf í Skagafirði. Foreldrar: Gísli Árnason og Dýrunn Steins-
dóttir. Fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum 1883.
7. Guðný MacMillan, á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg.
Fædd 10. febr. 1906 í Grunnavatnsbygð í Manitoba. For-
eldrar: Daníel Daníelson, Þingeyingur að ætt, og Guðrún
kona hans.