Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 61
ALMANAK 1944
61
land til kornræktar, með góðum árangri. Þó stundar hann
mest griparækt, sem fleiri, og farnast vel.
Stefán nam sér heinmisréttarland á N.E. 14 Sec. 14,
T. 19, R. 5, og eignaðist það.
Kona Stefáns var Petrína Guðfinna Vigfúsdóttir,
vopnfirsk að ætt, dáin fyrir nokkrum árum. Börn
þeirra eru: 1. Þóra, fædd 4. apríl 1880, gift enskum rnanni.
2- Ólöf, gift Jóni Árnasyni lækni. 3, Björg Victoria, gift
enskum manni. 4. Einar Guðmundur, kvæntur Ingibjörgu
Bjarnadóttur, Sigurðssonar. 5.Sveinbjörn, kvæntur enskri
konu. 6. Árni, ókvæntur, ennþá heima og hefir tekið við
búi á Lundi. Það er nafnið á heimili Stefáns. 7. Margret,
gift Jóni Sigurðssyni, bónda hér í bygðinni.
Stefán Ólafsson hefir búið vel á Lundi, er gestrisinn
og þægilegur í viðmóti. En ekki hefir hann auðgað ríkið
á áfengis né tóbakstolli, og börn hans heldur ekki svo
teljandi sé. Hann er strangur reglumaður og eldist vel.
Nærri áttræður að aldri.
JÓN VESTDAL EINARSSON Jónssonar bónda á
Vestdalseyri við Seyðisfjörð flutti vestur til Ameríku
haustið 1888. Fór til Noregs fyrst, og náði þar í línuskip
til Hull á Englandi, og þaðan til Halifax í Canada. Til
Winnipeg fór hann svo, og vann þar ein þrjú ár, áður en
hann flutti til Grunnavatnsbygðar. Þar nam hann land
á 14 Sec. 20, T. 19, R. 3, og bjó þar góðu búi í 22 ár. Var
hagsýnn maður og græddist vel fé.
Seint á striðsárunum varð Jón fyrir slysi, meiddi sig,
svo hann varð eigi fær um þunga vinnu. Þá seldi hann
bú sitt og land, og flutti til Lundar bæjar, og hefir dvalið
þar síðan.
Kona Jóns var Björg Sigurðardóttir ættuð af Fljóts-
dalshéraði. Þau giftust í Winnipeg 1889. Hún andaðist á
Lundar, 1917.