Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 45
ALMANAK 1944
45
til að lúka doktorsprófi við þann háskóla. Var hann þá
sendur á vegum stjórnarinnar í Washington að rannsaka
námu norðvestur í Alaska og er nýkominn úr þeirri för.
Verður hann í Washington í vetur. Meðan hann var við
nám í Johns Hopkins háskóla, var hann venjulega á sum-
rum við togaraveiðar með Islendingum nálægt Boston,
Mass.
Af dætrunum tveim lærði Valgerður til þess að verða
hjúkrunarkona og lauk prófi haustið 1942.
Hún er að gifta sig þessa dagana (nóvember 1943) og
heitir maður hennar John Bain af enskum ættum. Solveig
hefir gengið í kennaraskóla (í Towson) og líkur þar prófi
í haust (nóv.). Mun hún síðan strax taka til óspiltra mála
að kenna krökkum, því hér er nú mikill skortur kennara.
Solveig og börn hennar hafa verið mjög gestrisin
bæði við Islendinga og Ameríkumenn. Solveig sjálf
hefir verið mjög sönggefin, eins og bróðir hennar og hafa
börnin tekið þá gáfu í arf. Karl spilar mjög vel á píanó,
en Ragnar syngur. Á kreppuárunum voru þeir bræður
Jón, Ragnar og Stefán meðlimir í leikfélagi áhugamanna,
sem enkum sýndi söngleika eftir Gilbert og Sullivan.
Ragnar hefir auk þess sungið opinberlega bæði hér (í
kirkjum) og heima.
III.
Sigurður Stefánsson (Steffensen) er fæddur 10. okt-
óber 1890 á Teigi í Vopnafirði. Foreldrar hans voru
þau hjónin Stefán Þórarinsson bóndi og Katrín Gísla-
dóttir, sem var seinni kona hans, og hafði sjálf verið gift
áður. Þau Stefán og Katrín áttu, auk Sigurðar, Kristínu,
Eðvald og 'Brynjólf. Af fyrra hjónabandi Stefáns voru:
Björn Þ. Stefánsson, sem lengi var faktor fyrir Örum og
Wulf á Djúpavogi og Vopnafirði (nú í Reykjavík), Þór-
arinn, faðir Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings (í Sví-
þjóð) og systurnar Sigríður og Kristin.