Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 109
ALMANAK 1944
109
Gísli Jónsson (Guðrún H. Finnsdóttir) stýrði þinginu í
forföllum hennar. Mrs. Guðmundur Árnason var kosin
heiðursforseti, en áður hafði Mrs. Rögnvaldur Pétursson
verið sami sómi sýndur.
29. júní — Hófst frumsýning söngleiksins “The Vaga-
bond King” (Flakkarakóngurinn) á Broadway í New
York, en því er þess getið hér, að hinn efnilegi ungi ís-
lenzki söngvari Birgir Halldórsson fór þar með eitt hlut-
verkið.
Júní — Dr. J. A. Bíldfell (sonur Jóns J. Bíldfell, fyrrv.
ritsjóra “Lögbergs”, og Soffíu konu hans) skipaður aðal-
læknir Aluminum Company of Canada í Montreal, en
þar er um mjög voldugt og víðtækt iðnaðarfélag að ræða.
1.-3. júlí — Hið 19. ársþing Bandalags lúterskra
kvenna haldið í Winnipeg. Mrs. Lena Thorleifson var
endurkosin forseti, en þær Mrs. I. J. Ólafsson og Mrs.
Finnur Johnson heiðursforsetar.
Júlí — Snemma í þeim mánuði var hátíðlegt haldið
með veglegri minningar guðsþjónustu 30 ára starfsafmæli
Þrenningar safnaðar að Point Roberts, Washington. Séra
Sigurður Ólafsson, fyrrum sáknarprestur safnaðarins,
flutti afmælisræðuna.
7. júlí — Var Jóhannes Gunnarsson, S.M.M., D.D.
(sonarsonur Einars Ásmundssonar í Nesi) vígður Hóla-
biskup og staðgengill páfa á Islandi með mikilli viðhöfn
í St. Patrick’s kirkju í Washington, D.C. Meðal gesta
við þessa sögulegu vígslu voru Thor Thors, sendiherra
Islands í Washington, dr. Helgi P. Briem, aðalræðismað-
ur Islands í New York, og dr. Stefán Einarsson, vara-
ræðismaður Islands í Baltimore, Maryland.
Júlí — Um það leyti lauk Stefán Hansen (sonur
Björns Jóhannesson Hansen og Karitas konu hans í Hum-
bolt, Sask.) fullnaðarprófi í líftryggingahagfræði með
ágætum vitnisburði og hafði með því fullnægt þeim skil-
yrðum, sem sett eru til þess að verða félagi í “Actuary