Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 83
ALMANAK 1944
83
því að harðindaárið 1882 gerðu að engu framhaldsstarf
hans.
Ennfremur hafði hann með höndum árin áður en
hann fór af Islandi skrifsofustörf i hrepps — og sveitar-
málum, fyrst hjá fóstra sínum, Jóni Loptssyni, er var
hreppstjóri og oddviti, og seinna hjá tegdaföður sínum,
Þorsteini Jónassyni á Grýtubakka, er gegndi sömu
trúnaðarstörfum.
Giftust þau Sigurlaug Þorsteinsdóttir og Jóhannes
22. júní 1886; komu vestur um haf, eins og fyr getur, árið
1889 og fóru fyrst til Norður Dakota, en þar var þá fyrir
móðir Jóhannesar og hafði tekið heimilisrétt á landi ná-
lægt Mountain 1882. Eigi áttu þau Jóhannes og Sigur-
laug þó langa dvöl sunnan landamæranna, því að sumarið
eftir að þau fluttust þangað (1890) fluttu þau til North
West Territory, þar sem nú er Saskatchewanfylki, og
hafa átt þar heima jafnan síðan í Lögbergsbygðinni ís-
lenzku, í grennd við Calder.
Komu þau vestur þangað á hinum fyrstu landnáms-
árum, áður en sveitafélög höfðu þar mynduð verið. En
fyrsti vísir til sveitarstjórnar var það, að árið 1892 voru
stofnuð svonefnd “local improvement districts” (hrepps-
félög), og myndaði Jóhannes allmörg þeirra á þessum
slóðum fyrir hönd stjórnarinnar. Var hann síðan hrepp-
stjóri (Overseer) og skrifari Lögbergsbyggðar um árabil.
Seinna voru myndaðar stærri sveitaheildir og árið 1910
var öllu fylkinu skipt í sveitafélög (municipalities) og
\'arð Jóhannes þá sveitarstjóri (Reeve) bæði í Lögbergs —
og Þingvallabyggð og skipaði þann sess fram til ársloka
1917, endurkosinn hvað eftir annað. Seinna gegndi hann
aftur sama embætti í nokkur ár. Má og geta þess hér, að
þegar sveitarstjórn sú, sem nú er við lýði, var sett á
laggirnar, samdi Jóhannes frumvarp að aukalögum (“by-
laws”), er náðu samþvkki dómsmálaráðherra fylkisins, og
hefir oftar en einu sinni verið til þeirra vitnað af dóm-