Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 116
MANNALAT
ÁGÚST 1941
15. Stefán Sigurður Sigurðsson, einn af fyrstu landnemum í Árn-
esbygð í Nýja-lslandi, á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man.
Fæddur á Víðivöllum i Blönduhlíð í Skagafirði 18. júní 1843.
Foreldrar: Sigurður Sigurðsson og Ingibjörg Magnúsdóttir.
Fluttist vestur um haf til Nýja-íslands 1876.
19. Páll Jóhannesson, frá Árborg, Man., á Johnson Memorial
sjúkrahúsinu að Gimli. Fæddur í Reykjavík á jóladag árið
1854. Foreldrar: Jóhannes Pálsson og Guðlaug Pálsdóttir.
Kom til Canada 1883.
NÓVEMBER 1941
27. Eggert Benedikt Jónasson, einn af elstu landnámsmönnum
í grend við Hnausa í Nýja-lslandi, á Johnson Memorial sjúk-
rahúsinu að Gimli. Fæddur 5. ágúst 1869, ættaður úr Mel-
rakkadal í Húriavatnssýslu. Foreldrar: Jónas Jónsson og
Steinunn Jónsdóttir. Fluttist ásamt foreldrum sínum og syst-
kinum til Nýja-lslands í “stóra hópnum” 1876.
APRlL 1942
10. Jakob Jónatansson Líndal, landnemi í Sylvan-bygðinni í
Nýja-lslandi, að heimili sínu. Fæddur 3. sept. 1883. For-
eldrar: Jónatan Jónatasson Líndal frá Miðhópi í Víðidal í
Húnavatnssýslu og Ingibjörg Soffía Benediktsdóttir. Fluttist
vestur um haf með foreldrum sínum fjögurra ára að aldri.
JÚNl 1942
10. Sigtryggur Indriðason, frá Árborg, á sjúkrahúsi að Gimli.
Fæddur 8. ágúst 1867 í Húsavík í Suður-Þingeyjarsýslu. For-
eldrar: Indriði Davíðsson og Friðbjörg Einarsdóttir. Kom til
Winnipeg frá íslandi 1888; nám síðar land í Framnesbygð-
inni í Nýja-íslandi og bjó þar um 40 ára skeið.
JÚLl 1942
13. Guðmundur Ilávarðsson, landnámsmaður í Siglunesbygð við
Manitoba-vatn, að heimili sínu. Fæddur á Gauksstöðum á
Jökuldal í Norður-Múlasýslu, 18. okt. 1859. Foreldrar: Há-
varður Magnússon frá Hnefilsdal og Hallfríður Pétursdóttir,
bónda á Hákonarstöðum. Kom til Vesturheims ásamt fjöl-
skyldu sinni 1904.
SEPTEMBER 1942
6. Brynjólfur (Bill) Anderson, frá Árnes, Man., á Johnson Mem-
orial sjúkrahúsinu að Gimli. Fæddur 23. júlí 1877 á Hóls-
fjöllum í Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Árni Brynjólfs-
son og Jónína Stefánsdóttir.