Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 123
ALMANAK 1944
123
Vilborg Vilhjálmsdóttir. Flutti til Vesturheims 1883; var
heimilsfastur í nálega aldarfjórðung í Minneota, Minn., en
síðan 1907 í Seattle.
22. Sveinn G. Northfield, fyrrum myndasmiður og póstafgreiðslu-
maður í Edinburg, N. Dak., á sjúkrahúsi í Langdon, N. Dak.
Fæddur 4. febr. 1867 í Norðfirði í Suður-Múlasýslu. For-
eldrar: Guðmundur Stefánsson og Guðbjörg Gísladóttir.
Fluttist vestur um haf með móður sinni 1887. Listrænn mað-
ur, er lagt hafði nokkra stund á málaralist.
24. Séra Guðmundur Árnason, forseti Hins sameinaða Kirkju-
félags Islendinga í Vesturheimi, að heimili sínu að Lundar,
Man. Fæddur 4. apríl 1880 að Munaðarnesi í Mýrasýslu.
Foreldrar: Árni Þorláksson og Helga Kjartansdóttir. Fluttist
vestur urn haf 1901. Lét sig, auk kirkjumála, mikið skipta
bindindis- og þjóðræknismál.
26. Kristín Þorsteinsdóttir Hinriksson (ekkja Magnúsar Hinriks-
son landnema og bónda), að heimili sínu í Churbridge, Sask.
Hún var á níræðisaldri, frá Haugshúsum á Álftanesi. (Smbr.
grein um Jórunni Líndal, dóttur hennar, hér að framan).
MARS 1943
3. Guðlaug Sesselja Sigriður, kona Þorsteins Sigurður, að heim-
ili sínu við Camp Morton, í grend við Gimli, Man., 58 ára
að aldri. Fædd að Hólshúsum í Hjaltastaðaþinghá í Norður-
Múlasýslu. Foreldrar: Pétur Eyjólfsson og Sigurbjörg Mag-
núsdóttir, bæði ættuð af Austurlandi. Fluttist til Vesturheims
með foreldrum sínum 1887.
4. Guðrún Bjarnadóttir Mýrmann, kona Jóns S. Mýrmann, á
Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd 14. júlí 1876 að
Daufá í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Kom vestur um
haf 1905.
7. Jón Halldórsson, að heimili dóttur sinnar, Maríu Austmann,
í Winnipeg. Fæddur á Kúfustöðum í Bólstaðarhlíðarhreppi í
Húnavatnssýslu 30. apríl 1875. Foreldrar: Halldór Jónsson
og Ingibjörg Jónatansdóttir. Kom átta ára að aldri af Islandi
til foreldra sinna að Halldórsstöðum við Islendingfljót í Nýja-
íslandi og þar bjó hann fram á síðustu ár.
8. Elín Fanney Jónsdóttir Blöndahl, á Almenna sjúkrahúsinu
í Winnipeg, 54 ára að aldri. Hún var fædd í Reykjavík og
voru foreldrar hennar Jón Eiríksson og Jóhanna Björnsdóttir.
9. Ingibjörg Árnadóttir Baldwinson, á Nightingale sjúkrahælinu
í Winnipeg. Fædd á Fótaskinni í Reykjadal í Suður-Þing-
eyjarsýslu 19. maí 1875. Foreldrar: Árni Kristjánsson og Guð-
björg Guðmundsdóttir. Fluttist vestur um haf með manni
sínum Stefáni Baldvinsson (d. 1935) árið 1903.
9. Bjarni Einarsson Dalman, verslunarstjóri í Selkirk, Man., á
sjúkrahúsi þar. Fæddur 26. sept. 1869 að Dal í Snæfellsnes-