Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 41
ALMANAK 1944
41
Þá er það í frásögur færandi, að í haust komu hingað
tvær íslenskar hjúkrunarkonur. Argunnur Ársælsdóttir
Árnasonar í Reykjavík og Bergljót Rútsdóttir Jónssonar
prests Arasonar á Húsavík, að stunda nám við John Hop-
kins Hospital. En eins og kunnugt er, þá er læknaskólinn
hér talinn í fremstu röð annara skóla af því tagi.
Þess er að lokum vert að geta, að síðan 1942 hefir
U. S. Marine Hospital hér í Baltimore, samkvæmt samn-
ingum við íslensku stjórnina, veitt ókeypis rúm íslenskum
sjúklingum, sem íslenskir læknar heima fyrir hafa ekki
treyst sér við. Eru það helst menn mað meinsemdir í
heila, sem komið hafa og hafa tveir dáið en einn hefir
fengið fullan bata. Þrír eru nú, sem stendur á spítalanum,
þar á meðal Ingólfur Gíslason læknir af Djúpavogi.
II.
Solveig Jónsdóttir Stefánsson er fædd 30. apríl 1884
að Arnarvatni í Mývatnssveit. Var faðir hennar hinn
landskunni alþingismaður, Jón Jónsson er kallaður var
frá Múla, 1) en móðir Valgerður Jónsdóttir frá Reykjahlíð
Jónssonar prests Þorsteinssonar, sem Reykjahlíðarætt er
af komin. Móðir Valgerðar var Kristbjörg systir Kristjáns
amtmanns og séra Benedikts Kristjánssonar. En faðir
Jóns frá Múla, afi Solveigar, var eins og kunnugt er Jón
Hinriksson bóndi og skáld á Grænavatni og víðar en
móðuramma hans var Helga Sigmundsdóttir kraftaskáld,
sú er á að hafa kveðið niður mývargin með vísu, sem
fræg er orðin.
Solveig var ein af fjórum systkinum. Elst þeirra var Frið-
rikka, fædd 6. september 1881 að Arnarvatni, en yngri
1) Um hann, sjá Óðinn 1911, VII., bls. 49-50.