Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 101
ALMANAK 1944
101
kosinn forseti; á stjórnarnefndarfundi að þingi loknu var
Gísli Jónsson prentsmiðjustjóri einnig endurkosinn rit-
stjóri Tímarits félagsins..
25. febr. — Dr. B. J. Brandson og dr. C. H. Thordar-
son rafmagnsfræðingur kosnir heiðursfélagar í Þjóð-
ræknisfélaginu.
25. feb. — Á lokasamkomu þjóðræknisþingsins til-
kynnti Grettir L. Jóhannson ræðismaður, fyrir hönd utan-
ríkisráðuneytis íslands, að Alþingi hefði samþykkt tíu
þúsund króna fjárveitingu til íslenzku vikublaðanna í
Winnipeg, Lögbergs og Heimskringlu, hvors um sig.
Marz — Snemma í þeim mánuði luku þau Ása Kristj-
ánsson (dóttir Friðriks fésvslumanns Kristjánsson og
Hólmfríðar konu hans í Winnipeg) og Vilhjálmur J. Gutt-
ormsson (sonur Vigfúsar J. Guttormsson, skálds og kaup-
manns, og Vilborgar konu hans að Lundar, Man.) full-
naðarprófi í læknisfræði við fylkisháskólann í Manitoba
með lofsamlegum vitnisburði, og var veitt mentastigið
“Doctor of Medicine” (M.D.). Vilhjálmur læknir er nú
liðsforingi í Canada-hernum.
18. marz — Tóku þessir fulltrúar Islands þátt í ráð-
stefnu Bandaríkjanna um matvæli og landbúnað (Food
Conference), er hófst þann dag í Hot Springs, Virginia:
Thor Thors sendiherra, formaður, Ólafur Johnson og
Helgi Þorsteinsson, sem báðir eru í íslenzku Innkaupa-
nefndinni í New York. Þórhallur Ásgeirsson, sendiráðs-
fulltrúi, var ritari nefndarinnar.
27. marz — Bobert E. Patterson, aðstoðar-hermála-
ráðherra Baridaríkjanna, tilkynnir, að landsstjórnin. í
Bandaríkjunum hafi sæmt rafmagnstækjaverksmiðju dr.
C. H. Thordarson í Chicago (Thordarson Electric Manu-
facturing Company) heiðursviðurkenningu fyrir framúr-
skarandi starf hennar í þágu stríðssóknar þjóðarinnar.
Verðlaun þau, sem hér er um að ræða, eru veitt af her-
málastjórn Bandaríkjanna og nefnast “Army-Navy “E”