Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 117
ALMANAK 1944
117
OKTÓBER 1942
24. Sigríður Jónsdóttir Swindal, í Minneapolis, Minn. Fædd 20.
maí 1867. Foreldrar: Jón Einarsson úr Seyðisfirði og Snjó-
laug Jónsdóttir, ættuð úr Skriðdal. Fluttist vestur um haf til
Minneota, Minn., með manni sínum, Jónasi Jónssyni frá
Hrafnabjörgum í Svínadal, árið 1893.
NÓVEMBER 1942
14. Sigurður Vilberg Benedictson, að heimili sínu í grend við
Markerville, Alberta. Fæddur 14. maí 1901 að Geysir, Man.
Foreldrar: Benedict Guðmundsson frá Torfastöðum í Mið-
firði og Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Urriðaá í sömu sveit.
30. Magnús Ingimarsson, í Wynyard, Sask. Fæddur á Galtar-
höfða í. Sanddal í Mýrasýslu 3. des. 1870. Foreldrar: Ingi-
mar Marísson og Marta Pétursdóttir. Fluttist vestur um haf
til Canada sumarið 1900 og bjó á ýmsum stöðum í Sask., en
átti heima í Wynyard, Sask., síðustu 12 árin. Fróðleiksmað-
ur og kunnur hagyrðingur.
DESEMBER 1942
1. Dr. V. A. Vigfússon, prófessor í efnafræði við fylkisháskólann
í Sask., í bílslysi í Saskatoon, Sask., 47 ára að aldri. Foreldrar:
Narfi Vigfússon og Helga kona hans (látin) í Tantallon, Sask.
Útskrifaðist frá Sask.-háskóla með mentastiginu B.A. 1917,
og lauk meistaraprófi þar 1925 en doktorsprófi í heimspeki
(Ph.D.) á ríkisháskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum 1930.
1. Jón Goodmundsson (Guðmundsson), verslunarstjóri, að heim-
ili sínu í Elfros, Sask. Fæddur 22. nóv. 1877 að Gimli, Man.
Foreldrar: Hallgrímur Guðmundsson frá Stakkahlíð í Loð-
mundarfirði og Margrét Guðmundsdóttir frá Hákonarstöðum
á Jökuldal.
1. Kristinn Ólafson læknir, af slysförum, í Cando, N. Dakota.
Fæddur 2. apríl 1902 í Garðar-bygð í N. Dak. og uppalinn
þar. Foreldrar: Ólafur K. Ólafson (bróðir séra Kristins K.
Ólafson kirkjufélagsforseta) og Sigurbjörg Tómasdóttir.
Stundaði undirbúningsnám á ríkisháskólanum í N. Dak. en
framhaldsnám á Manitoba-háskóla og lauk þar prófi í læknis-
fræði 1934.
2. Þorólfur Vigfússon, að heimili Þorsteins Gíslasonar og konu
hans að Steep Rock, Man. Fæddur að Kolfreyjustað í Fásk-
rúðsfirði 18. mars 1856, en fluttist ungur að Litlu-Breiðuvík
í Reyðarfirði og ólst þar upp. Foreldrar: Vigfús Eiríksson
og Valgerður Þórólfsdóttir. Hafði dvalið yfir 40 ár vestan
hafs.
2. Árni Magnússon, frá Hallson, N. Dak., á sjúkrahúsi í Dray-
ton, N. Dak. Fæddur 24. maí 1866 í Hálfdánartungum í
Skagafirði. Foreldrar: Magnús Guðmundsson og Guðrún
Guðmundsdóttir. Fluttist vestur um haf með foreldrum sínum