Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 43
ALMANAK 1944
43
Johnson nálægt Minneota, Minnesota, en dáinn mun nú
vera, Guðmundur, sem var skólamaður þar vestur frá
og í Chicago. Þeir bræður Jón og Guðmundur fóru til
Ameríku 1893 á fund föðursystkina sinna, sem þá þegar
höfðu sest að i Norður Dakota og Minneota. Jón fór til
Þórunnar föðursystur sinnar en var settur á verslunar-
skóla í St. Paul 1894-96. Fékst hann síðan við verslun
þar til hann gekk í herinn 1898 og fór til Filippseyja.
Um þann leiðangur skrifaði hann í Bjarka og Isafold 1900.
Veturinn 1900-01 var hann á verslunarskóla í Kaupmann-
ahöfn, en kom svo heim til Seyðisfjarðar og tók við
pöntunarfélaginu af nafna sínum.
Bjó hann hjá nafna sínum og þar kyntist hann heima-
sætunni Solveigu og gekk að eiga hana tveim árum síðar
(1902). Á Seyðisfirði bjuggu þau hjón saman þar til 1913
og eignuðust á þeim árum drengina Jón Múla (f. 21. jan.
1905), Stefán (f. 23. okt. 1906), Ragnar (f. 13. jan. 1909),
og Karl (f. 25. jan. 1914). En þetta voru kreppuár, pöntun-
arfélagið fór á höfuðið (1908) og útgerð, sem Jón byrjaði
á, mistókst. Hann tók það því til bragðs að fara vestur
um haf og leita sér atvinnu þar. Fór hann fyrst til Can-
ada og fékk þá vinnu vestur í Saskatchewan sem korn-
kaupmaður. Þeirri vinnu hélt hann þar til nálægt stríðs-
lokum 1918 að hveitiuppskéran brást. Fór hann þá til
Bandaríkjanna og lenti til Sparrows Point við Baltimore
í vinnu við byggingar á flutningaskipum.
Varð það svo úr, að hann settist að í Baltimore, og
með því að stríðinu var nú lokið, þá kom Solveig vestur
um haf með þrjá elstu drengina í apríl 1919. Keyptu þau
hjónin sér hús og Jón vann lengstum fyrir sér með skrif-
stofustörfum. Þó varð hann frá verki heilt ár vegna veik-
inda (1924) og eftir það var hann ekki hraustur. Síðustu
árin vann Jón í þjónustu stjórnarinnar í Washington við
ýms störf. Hann dó af slysförum 29. okt. 1932. Þau hjónin