Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 70
70
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
nokkrum árum, en Þórarinn seldi landið Þorvaldi Þor-
valdssyni, og býr hann þar nú. Þórarinn Magnússon
flutti til Saskatchewan og býr við Elfros.
BALDVIN HAFSTEIN, sonur Kristins Hafstein,
flutti í þessa bygð með móður sinni, Gunnvöru að nafni,
og nam land á S.E. Sec. 4, T. 21, R. 5, en flutti eftir fá
ár vestur að hafi. Gunnvör, móðir hans, giftist Pétri
Jóhannssyni Hallssonar. Hann nam land á S.V. Sec. 6,
T. 20, R. 5, og bjó þar nokkur ár, en flutti svo vestur að
hafi.
SOFFANIAS HAFSTEINN Guðmundsson tók land
á Sec. 24, T. 20, R. 6. Móðir hans, Björg, giftist Sigfúsi
Þorsteinssyni. Sigfús tók land á S.V. Sec. 18, T. 20, R. 5,
og bjó þar nokkur ár.
Þeir Sigfús og Sóffanías fluttu til Maidstone í Sask.,
og búa þar nú góðu búi.
GUNNAR EINARSSON Nikulássonar frá Gísla-
stöðum á Völlum flutti til Vesturheims 1873, og dvaldi
í Ontario fjögur ár. Fór þaðan til Winnipeg, og var þar
mjólkursali og kaupmaður í tuttugu ár og græddi tals-
vert. Hann nam land á Sec. 18, T. 21, R. 5, og bjó þar
lengi með þriðju konu sinni, Önnu Brynjólfsdóttur, ekkju
Jóns úr Rauðseyjum.
Valdimar, sonur hans tók einnig land á Sec. 18, T.
21, R. 5, en bjó með föður sínum. Gunnar fór vestur að
hafi og kvæntist þar í fjórða sinn, eftir lát Önnu. Gunnar
var sagður myndarmaður og mesta kvennagull, og ætíð
í góðum efnum.
Fyrsta kona hans var Sigríður Guðmundsdóttir frá
Mánaskál i Húnavatnssýlu. Önnur var, Andrea Fischer,
dóttir Hermans Fischer í Reykjavík. Þriðja kona hans var
Anna, ekkja Jóns á Rauðseyjum, og bjó hann með henni
á heimili hennar og Jóns frá Rauðseyjum.