Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 29
ALMANAK 1944
29
haf. Stormar af ýmsu tagi urðu þess valdandi. Flestir
þeirra er vestur komu voru fulltíða menn, en sumir aðeins
mannleg frækorn, börn á ýmsum aldri. Hvað úr þeim
hefði orðið hefði þau borið niður á íslenzka grund er
engum unt að segja. Þó er svo um marga þeirra er vestur
komu, skapgerð þeirra, áhuga þeirra, framsóknaranda og
afrek, að ætla má að þeir hefðu skipað sæti sitt með sóma
hvar í sveit sem þeir hefðu setið. Einn þeirra manna er
Andrés Daníelsson, fasteignasali, og fyrrum þingmaður
í Blaine, Washington.
ÆTT OG ÆSKUALDUR.
Andrés (Andrew) Daníelsson er fæddur að Harastöð-
um á Skagaströnd í Húnavatnssýslu, 22. desember 1879.
Er hann af traustum stofni kominn í báðar ættir. Faðir
hans var Daníel Andrésson, Tómassonar frá Bægisá í
Eyjafirði. Faðir Daníels og Egill í Bakkaseli, afi hinna
vel þektu þingmanna og leiðtoga Vestur-lslendinga, Sig-
tryggs Jónassonar og Baldvins L. Baldvinssonar, voru
bræður. Móðir Daníels var íngibjörg Þórðardóttir frá
Kjarna í Eyjafirði, systir Sigríðar konu séra Björns Hall-
dórssonar í Laufási, móður Þórhalls biskups. Móðir
Andrésar var Hlíf Jónsdóttir frá Háagerði á Skagaströnd,
en hún var móðursystir hinnar þjóðkunnu Halldóru
Bjarnadóttur, ritstjóra kvennablaðsins “Hlín”.
Ekki er þeim er þetta ritar kunnugt um hverskyns
þeir stormar voru sem ollu burtflutningi Andrésar frá
átthögum hans. Hvort heldur það var harðdrægni hin-
nar norðlenzku náttúru, léleg afkomuskilyrði fjölskyldun-
nar, eða draumur ástvina hans um bjartari framtíð á
vesturvegum piltinum til handa, þá réðist það svo að
hann var sendur, níu ára gamall, vestur til Árna Andrés-
sonar, föðurbróður síns, sem þá var búsettur í Poplar
Park, Manitoba. Þar ólst hann upp til fimmtán ára aldurs,