Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 84
84
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
urum, er málum var ráðið til lykta. Gekk hann ríkt eftir
löghlýðni og trúmennsku í sveitarstjórninni og sveita-
málum, og gustaði því stundum um hann á þeim árum,
enda stóð hann jafnframt í fylkingarbrjósti í samvinnu-
málum bænda, og hélt fast fram málstað sínum og þeirra,
er því var að skipta.
Hann var einn af stofnendum og í stjórnarnefnd
samvinnufélags bænda, er stofnað var í bænurn Salt Coats
í nágrenni hans árið 1891, eftir danskri fyrirmynd; var
það fyrsti félagsskapur með samvinnu sniði í Vestur-
Canada. Eigi varð félagið þó langlift, en smjörbú þess
hélt áfram sem einkafyrirtæki fram til 1896. Árið eftir
(1897) byrjaði Sambandsstjórnin að glæða mjólkurfram-
leiðslu í Canada og setti á stofn félög hér og þar í landinu
á sama grundvelli og tíðkaðist í Danmörku. Var þá
byrjað að starfrækja rjómabú í Churchbridge (1898),
stærsta félagsskap af því tagi í Norðvesturlandinu á þeim
tíma, og var Jóhannes forseti þess árum saman. Einnig
var hann um nokkurra ára skeið forseti Búnaðarfélags
Churchbridge-bæjar (Churchbridge Agricultural Society).
Þá hefir þáttaka hans í hveitisamtökum bænda í
Saskatchewan (Saskatchewan Wheat Pool) eigi síður
verið merkileg; hann var kosinn fyrsti fulltrúi frá byggð
sinni á þing þeirra samtaka árið 1924 og var fulltrúi sam-
tals 10 ár, seinast 1936. Naut hann mikils álits samverka-
manna sinna bæði vegna einlægs áhuga síns á sameigin-
legum málum þeirra og vegna víðtækrar þekkingar sinn-
ar á sögu og hugsjónum samvinnustefnunnar. Með því
er þó alls eigi sagt, að Jóhannes hafi séð rætast alla
drauma sína um framkvæmdir á þeim sviðum til almenn-
ingsheilla; en þó á brattan hafi oft verið að sækja og
blásið hafi um hann á mannfundum og í opinberum
stöðum, hefir hann eigi glatað trúnni á sigurmátt hug-
sjóna samvinnustefnunnar né heldur trú sinni á mennina.