Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 37
ALMANAK 1944
37
það og gleymist við neyzlu ljúffengra rétta húsfreyjunnar.
Margir munu þeir vera, víðsvegar um álfuna og á Islandi,
sem bera vitni um varanleg vináttubönd sem hafa mynd-
ast á heimili, og yfir borðum þessara góðu hjóna.
Er litið er yfir æfi og starf Andrésar Daníelssonar,
hlutdrægnislaust, getur engum dulist að þar er maður
á ferð sem er verður eftirtektar og viðurkenningar fyrir
hæfileika og dugnað. Hann hefir á margán hátt verið
Islendingum til sóma, og í öllu sem hann hefir beitt sér
fyrir hefir hann reynst hinn nýtasti maður. En upplag
hans og skapgerð hafa valdið því að það hafa staðið um
hann stöðugir stormar. Óhætt má fullyrða að hann hefir
sjálfur kosið sér það hlutskifti að standa þar sem næðing-
arnir hafa blásið. Hann elskar storminn í hvaða mynd
sem hann skellur á og býður honum byrginn. Hann er
hugsjónamaður í hjarta sínu, en ákafamaður í lund og
sést lítt fyrir þegar við andstöðu er að etja. Hann hefir
átt ákveðna vini og fylgismenn, bæði heima í héraði, og
á sviði hinna víðtækari viðfangsefna sinna, menn sem
hafa þekt hann og metið áhuga hans, manndáð og dreng-
lund. Jafnvel þeir sem aldrei hafa fylgt honum að málum
hafa gefið honum þann vitnisburð að þeir þektu engann
sem er greiðviknari þegar á liggur, eða fljótari til að veita
aðstoð ef slys eða óhamingju ber að höndum. Hins vegar
hefir hann átt svarna mótstöðumenn sem hafa fundið
honum flest til foráttu, og sjá öll orð hans og gjörðir í
gegn um lituð gleraugu flokksfylgis og fordóma. Um
slíkt er ekki að fást, enda má telja það næsta hversdags-
legt fyrirbrigði í sögu íslenzkra félagsmála báðu megin
hafsins. En þar sem skoðanir manna á einhverjum með-
bræðra þeirra eru svo mjög sundurleitar, má telja það
vott þess að eitthvað töluvert sé í manninn spunnið.
Lyndiseinkunnir koma oft fram í smáatvikum, án
þess menn viti af því. Andrés hefir mikið yndi af að tefla.
Taflið er táknrænn leikur sem minnir á hina eilífu bar-