Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 73
ALMANAK 1944
73
Lundar bæjar, og þar andaðist Magnús, árið 1928. En
Helga, ekkja hans, lifir enn, þó orðin sé hún háöldruð,
og hefir góða heilsu. Hún dvelur nú hjá dóttur sinni
Petru, konu Jóns Bergþórssonar. Börn eiga þau Magnús
og Helga fjögur á lífi. 1. Ásmund, kvæntur Láru Schev-
ing, eiga einn son, Lárus að nafni. Síðar giftist Ásmund-
ur, Gíslínu Sigurðadóttur, og eiga þau dóttur, að nafni,
Ása, og sonu, Ingólf, Sigurð og Ólaf, Grettir og Helga.
Ásmundur er mikill útgerðarmaður og byggingamaður.
2. Ólafur, kaupmaður við Thicket, Man. 3. Petra. 4.
Jóhanna, gift Halliday og eiga börn. Alt Freemansfólk
er myndarlegt og mjög vel gefið, enda í miklu áliti hvar-
vetna.
GISLI LUNDAL GUÐMUNDSSON Bjarnasonar
frá Brautartungu í Lundareykjadal. Móðir Gísla hét
Guðrún Gísladóttir Þorsteinssonar prests á Hesti í Borg-
arfirði stóra. Hann nam land á S.E. Sec. 2, T. 21, B. 5 og
bjó þar mörg ár. Guðrún, móðir hans, tók einnig land
á N.E. Sec. 2, T. 21, R. 5. Eggert, sonur Gísla Lundals,
tók einnig land á N.V. Sec. 1, T. 20, R. 5. Kona Gísla var
Halla Eggertsdóttir, systir Árna og Halldórs Eggertsson-
ar. Gísli er búinn að vera póstafgreiðslumaður á Deer-
horn, Man., langa tíð.
ÁRNI LUNDAL, bróðir Gísla, nam land á N.V. Sec.
4, T. 21, R. 5. Um hann er mér lítið kunnugt, en synir
hans, Sigurður og Árni, áttu lengi heima á Mulvihill,
Man. og störfuðu þar að keyrslu. Árni kom til Ameríku
ásamt foreldrum sínum og Gísla bróður sínum, árið 1887.
Kona hans hét Margrét Sigurðardóttir. Þau hjón eru
dáin fyrir nokkrum árum.
PÉTUR RUNÓLFS PÉTURSSONAR frá Klúku í
Hjartastaðaþinghá, nam land á S.V. Sec. 22, T. 20, R. 5