Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 107
ALMANAK 1944
107
hafði áður skipað ábyrgðarstöðu í atvinnumálaráðuneyt-
inu í Ottawa og er lögfræðingur.
7. júní — Hlaut Sigurður W. Melsted (sonur Bene-
dikts og Geirfríðar Melsted, er búa í grend við Gardar,
N. Dak.) doktorsnafnbót (Ph.D.) í jarðræktarfræði við
ríkisháskólann í Illinois. Hann lauk stúdensprófi í vís-
indum (B.S.) á búnaðarháskólanum í Fargo, N. Dakota,
1938, en stundaði siðan framhaldsnám, fyrst við Rutgers
College, New Brunswick, í New Jersey, og síðar við Illi-
nois-háskóla. Hefir hann skarað fram úr í námi sínu og
hlotið margvíslegar heiðursviðurkenningar.
12. júní — Lauk Kristín Jónsson (dóttir Þorbjörns
Jónsson og konu hans Brynhildar í Washington) fullnaðar-
prófi á ríkisháskólanum í Washington þar í borg og hlaut
mentastigið “Bachelor of Music” í söngfræði; hefir hún
þegar getið sér mikið orð í þeirri grein og leikið á fiðlu
bæði í hljómsveit háskólans og hljómsveit Seattle-borgar
(Seattle Symphony Orchestra).
18.-21. júní — Hið 59. ársþing Hins evang. lúterska
kirkjufélags Islendinga í Vesurheimi haldið í Víkurkirkju
að Mountain. Séra Haraldur Sigmar var kosinn forseti
í stað séra K. K. Ólafson, er gengnt hafði þvi embætti
samfleytt í 20 ár og var, í viðurkenningarskyni fyrir langt
og margþætt starf, kosinn heiðursforseti félagsins.
Við virðulega hátíðarguðsþjónustu (þ. 20. júní) var
guðfræðikandidat Harold S. Sigmar Jr. (sonur séra Har-
aldar Sigmar og frú Margrétar að Mountain) vígður til
prests, en hann hafði stuttu áður lokið guðfræðinámi á
Mt. Airy prestaskólanum í Philadelphia. Hlaut hann þar
mentastigið “Bachelor of Divinity”, en hafði jafnframt
hlotið námsstyrk til að stunda framhaldsnám í sálarfræði
og uppeldisfræði á ríkisháskólauum í Pennsylvania og
lauk meistaraprófi (M.A.) í þeiin fræðum um sama leyti.
Áður (1938) hafði hann lokið stúdentsprófi (B.A.) á ríkis-
háskólanum í N. Dakota.