Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 112
112
ÓLAFUíl S. THORGEIRSSON:
eftir aðeins hálfs þriðja árs nám. (Smbr. þátt um Islend-
inga í Baltimore hér að framan).
17. okt. — Á ársþingi “North Dakota Conference of
Social Welfare”, í Dickinson, N. Dakota, var Miss Esther
Freeman, Grand Forks, kosin forseti og Guðmundur
dómari Grímson, Rugby, vara-forseti; hefir félagsskapur
þessi ýmsar þjóðfélagsumbætur á starfsskrá sinni. (Smbr.
Almanak 1943).
24. okt. — Átti skáldkonan Jakobína Johnson, í Se-
attle, Wash., sextíu ára afmæli, en hún hefir auðgað ís-
lenzkar bókmenntir að mörgum fögrum kvæðum og fært
út landnám þeirra í prýðilegum enskum þýðingum. Var
þessa afmælis hennar minnst í blöðum og tímaritum
beggja megin hafsins.
29. okt. — Minnst gullbrúðkaupsafmælis Jóns J.
Vopni og Sigurborgar honu hans í Winnipeg; hafa þau
bæði tekið mikinn þátt í íslenzkum félagsmálum; auk
þess átti Jón sæti í bæjarstjórn, var nálega aldarfjórðung
í framkvæmdarnefnd Almenna sjúkrahússins í Winnipeg
og um skeið forstjóri Columbia Press prentfélagsins.
30. okt. — Stofnuðu Islendingar, er stunda nám við
ríkisháskólann í Wisconsin (University of Wisconsin) í
Madison, með sér félag. Stjórn félagsins skipa Ágúst
Sveinbjörnsson, formaður, Þórhallur Halldórsson, upplýs-
ingastjóri og Unnsteinn Stefánsson, ritari. Á stofnfundi
var dr. C. H. Thordarson kosinn fyrsti heiðursfélagi þessa
stúdentafélags.
1. nóv. — Thor Thors, sendiherra Islands í Washing-
ton, tilkynnir, að Alþingi hafi samþykt þingsályktun um
þáttöku Islands í fyrirhugaðri hjálpar- og endurreisnar-
stofnun hinna sameinuðu þjóða (United Nations Relief
and Rehabilitation Administration). Skipaði ríkisstjórnin
Magnús Sigurðsson bankastjóra í Landsbankanum til þess
að vera fulltrúa sinn í ráði stofnunarinnar. Er þetta í
fyrsta sinn, sem ísland tekur þátt í þessháttar alþjóða-