Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 77
ALMANAK 1944
77
bjuggu þeir þar stóru búi í ellefu ár. Eftir að þeir seldu
það land, tók Jón heimilisrétt á N.E. Sec. 33, T. 19, R. 5,
bygði sér þar heimili og bjó þar nokkur ár. Flutti síðan
til Lundar bæjar og hefir dvalið þar síðan.
Jón er kvæntur Sigrúnu Jóhannesdóttur og eiga þau
mörg börn. 1. Guðjón, kvæntur Maríu Júlíusdóttur, 2.
Björn, kvæntur Emmu Dalman, 3. Páll, kvæntur enskri
konu, 4. Hermann, 5. Herbert Jón, 6. Herbert, 7. Sig-
urlín, gift Ingólfi Líndal. Jón og Sigrún hafa alla tíð
búið vel. Islenzka gestrisnin á heima hjá þeim og frænd-
lið þehra jafnan haft griðastað á heimili þeirra. Jón og
synir hans hafa mikil störf á höndum í Lundarbæ.
ALBERT EINARSSON frá Vestdalseyri, (móðir hans
hét Sigurbjörg Ólafsdóttir) flutti til Ameríku 1885, og
dvaldi nokkur ár í Winnipeg. Þaðan flutti hann í þessa
bygð 1888. Nam land á Sec. 4, T. R. Á landi því bjó
hann vel í mörg ár. Seldi hann síðar landið og flutti til
Lundar, og hefir búið þar síðan. Kona hans er Sveinrún
Gísladóttir. Börn þeirra eru. 1. Jónína, gift Þórgils Oli-
ver, eiga tvö börn. 2. Ragnhildur, gift Kristjáni Jónssyni,
eiga þrjú börn. Þórarinn, Hazel og Kristján. 3. Emily,
gift Sigfúsi Jóhannssyni. 4. Sigurjón, kvæntur Guðrúnu
Einarsdóttur Eyford. 5. Sigurborg, gift Norman Oliver,
eiga þrjú börn, Jón, Sveinrúnu og Thelmu. 6. Einar Gísli,
ókvæntur. 7. Steinunn, ógift. 8. Ágúst, ókvæntur. Albert
er fæddur árið 1874, er enn við góða heilsu og einnig
kona hans. Þau eiga sitt eigið heimili á Lundar og líður
vel.
ODDNY BJÖRNSDÓTTIR er ekkja Magnúsar Snæ-
björnssonar frá Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá, sem
druknaði á Vopnafirði, haustið 1900, ásamt Stefáni Björns-
syni frá Hvammsgerði og Jóhanni Jónssyni frá Ljósalandi
í Vopnafirði. Oddný flutti til Ameríku, 1901, með syni