Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 121
ALMANAK 1944
121
okt. 1852. Foreldrar: Þorkell Scheving Árnason og Ólöf
Einarsdóttir. Kom vestur um haf 1875. Skipaði margar opin-
berar stöður árum saman í N. Dak.
23. Elisa Björnsdóttir Frederickson, kona Páls T. Frederickson,
að heimili sínu í Winnipeg. Fædd að Ystuvík á Svalbarðs-
strönd í Suður-Þingeyjarsýslu 2. febr. 1882. Foreldrar: Björn
Björnsson frá Austurhaga í Aðaldal og Sigriður Benedikts-
dóttir frá Grund í Höfðahverfi. Fluttist vestur um haf til Ar-
gyle-bygðarinnar i Manitoba með foreldrum sínum 1889.
24. Kristján Thorvaldson, að heimili sínu í Bredenbury, Sask.
Hann var 59 ára að aldri, fæddur að Kirkjubóli í Laugadal
i Isafjarðarsýslu. Kom til Canada með foreldrum sínum 1888;
var hjá þeim í Brandon, Man., fyrstu 20 árin, siðan í Langen-
burg og Bredenbury í Sask.
25. Ovída Gisladóttir Goodman (ekkja Kristins Goodman, d.
1934 i Seattle), að heimili dóttur sinnar, Gislínu Freeman,
að Gypsumville, Man.
25. Jón Ólafur Jóhannsson, bóndi á Bólsstað við Gimli, Man., að
heimili sínu. Fæddur á Víðir-tanganum (Willow Point) fyrir
sunan Gimli 9. nóv. 1875; fyrsta islenzkt barn fætt í því
söguríka landnámi. Foreldrar: Jóhann Jónsson og Sigríður
ólafsdóttir, bæði ættuð úr Eyjafirði, landnemar að Bólstað
þar sem þau bjuggu um tugi ára.
27. Símon Sveinsson trésmíðameistari, að heimili sínu í Chicago,
Illinois. Fæddur að Gimli 2. ágúst 1877. Foreldrar: Sveinn
Sveinsson frá Hólum í Hjaltadal og Guðrún Símonardóttir
frá Veðramóti í Gönguskörðum í Skagafjarðarsýslu, er flutt-
ust vestur til Nýja-lslands 1875. Þau hjón, Sveinn og Solveig
Sveinsdóttir kona hans, áttu heima i Wynyard, Sask., 1907-
1924, og er talið, að hús þeirra hafi verið fyrsta íbúðarhús,
er reist var í Wynyard.
28. Guðrún Benson, ekkja Benedikts Benson (d. 1912) að heim-
ili dóttur sinnar, Mrs. Th. G. Thordarson, að Gimli, Man.
fædd 20. apríl 1856 að Mársstöðum í Vatnsdal í Húnavatns-
sýslu. Foreldrar: Gísli Gíslason og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Fluttist til Cananda með manni sinum 1888.
1 jan,—Bjarnlaug Runólfsson (ekkja Runólfs Runólfsson), um það
leyti, að heimili sínu í Spanish Fork, Utah, á níræðisaldri.
Foreldrar: Eyjólfur Guðmundsson bóndi frá Eyjarbakka við
Illugastaði á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu og Valgerður
Björnsdóttir frá Litlu-Borg í Viðidal. Kom vestur um haf til
Utah með foreldrum sínum 1885.
FEBRÚAR 1943
1. Sigurður Finnbogason, að heimili sinu í Langruth, Man.
Fæddur 17. júní 1857 í Ytrihlíð í Vopnafirði. Foreldrar: Finn-
bogi Björnsson og Karítas Jónsdóttir. Kom vestur um haf