Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 53
ALMANAK 1944
53
átti í hugurn og hjörtum samferðarsveitarinnar.
Islenzku vikublöðin vestan hafs ininntust hinnar
mikilhæfu landnemadóttur að vonum virðulega og með
einlægum söknuði. 1 Lögbergi var meðal annars farið
þessum orðum urn hana: “Með frú Jórunni Líndal er
gengin grafarveg sú kona af íslenzkum stofni, er risið
hefir hæzt í canadisku þjóðlífi og varpað hefir fegurstum
bjarma á íslenzka mannfélaguð vestan hafs; hún var
göfug kvenhetja, sem holt væri, að sem allra flestir arf-
þegar hins íslenzka kynstofns tækju sér til fyrirmyndar.”
Engu minni viðurkenningarorðum um starf hennar
og alla framkomu fóru dagblöðin canadisku í Winnipeg.
1 minningargreininni í Free Press, sem fyr var vitnað til,
fær hún þessi eftirmæli:
“Það er í letur fært, að hún hafi aflað sér fjölda vina
og tengt sér þá svo sterkum böndum, að ekkert mátti
slíta. Það er og í letur fært, að þegar hún átti sæti í
atvinnuleysisnefndinni og eins þegar hún var fulltrúi
sambandsstjórnarinnar í nefnd þeirri, sem sá um kennslu
ungu kynslóðarinnar, bæði fyrir fylkin og Sambandið,
þá kölluðu skyldurnar hana oft til Ottawa. Og í höfuð-
stað landsins man fólkið eftir henni; það man eftir þess-
ari fögru, tignarlegu og tilkomumiklu konu; þessari konu
frá Vestur-Canada, hversu vel hún bar sig og hversu prúð
hún var í allri framkomu; það man eftir þessari konu með
yndislegu sæbláu augun, með bjarta víkingshárið og
þýðu skæru röddina. Hún var kunnug í Ottawa þar sem
fjöldi fólks kemur í þeim tilgangi einum að leita eigin
hagsmuna — kunnug meðal þeirra, sem þar voru aðeins
í þjónustu skyni. Hugur hennar snerist um það hverju
hún mætti til vegar koma landinu og þjóðinni til hagnað-
ar, landinu, _sem hún hafði lært að elska þegar öldur til-
finninganna höfðu hrifið hana við heyrn og lestur fornra
sagna.
Ef hún lifir í minnum manna í stórhýsum við skraut-